Fara í innihald

Jesse James

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 21:10 eftir Kat9988 (spjall | framlög) Útgáfa frá 15. febrúar 2016 kl. 21:10 eftir Kat9988 (spjall | framlög)
Jesse James á ljósmynd frá 1876

Jesse James (5. september 18473. apríl 1882) var frægur bandarískur byssumaður og útlagi í Villta vestrinu. Hann var frá Missouri og gerðist skæruliði í her Suðurríkjanna í Amerísku borgarastyrjöldinni 1864, aðeins sextán ára gamall. Eftir að stríðinu lauk hóf hann feril sem bankaræningi og lestarræningi í Iowa, Texas, Kansas og Vestur-Virginíu með James-Younger-genginu (ásamt bróður sínum, Cole Younger og fleiri fyrrum skæruliðum). Tengsl hans við borgarastyrjöldina og litríkur glæpaferill gerðu hann að alþýðuhetju í lifanda lífi. Hann var skotinn í hnakkann af einum liðsmanni sínum sem ætlaði sér að innheimta 10.000 dollara lausnargjaldið sem sett var til höfuðs honum.