Fara í innihald

Bryce Canyon-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 21. desember 2016 kl. 18:15 eftir Berserkur (spjall | framlög) Útgáfa frá 21. desember 2016 kl. 18:15 eftir Berserkur (spjall | framlög) (bætti síðu)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Staðsetning í BNA.
Kort.
Bryce Canyon-þjóðgarðurinn. Stærsti dranginn á myndinni heitir Þórshamar (Thors hammer).
Steinbrú.

Bryce Canyon er þjóðgarður í suðvestur-Utah, Bandaríkjunum. Hann var stofnaður árið 1928 og er rúmir 145 ferkílómetrar að stærð. Frost- og vatnsveðrun hafa skapað ýmsar kynjamyndir í klettunum við Bryce-gljúfur. En þjóðgarðurinn er í nokkurri hæð; í 2400 til 2700 metrum. Hæsti punkturinn er Rainbow point; 2775 metrar.

Það var ekki fyrr en um miðja á 18. öld og í byrjun 19. aldar að evrópskir landnemar komu fyrst á svæðið. Mormónar voru fyrstir til þess. Einn af þeim var skoski landneminn Ebenezer Bryce sem svæðið er nefnt eftir.

Náttúrufar er í ætt við eyðimörk á sumum stöðum en á öðrum er skógur með ponderosa-furu, einitegundum, broddfuru, hvítþini, blágreni broddgreni og degli. Ýmis spendýr eins og birnir, refir, hjartardýr og meðalstór kattardýr lifa þar. Höggormar og eðlur eru meðal skriðdýra.

Hestaferðir eru vinsælar í þjóðgarðinum. Stjörnuskoðun er orðin vinsæl og stöku sinnum er hægt að nota skíði þegar snjóar nægilega. Tjaldsvæði eru tvö: North Campground og Sunset Campground.

Víðmynd.

Fyrirmynd greinarinnar var „Bryce Canyon National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. des. 2016.