Húðflúr
Húðflúr er varanleg teikning sem er gerð með því að setja litarefni undir húðina á manneskju eða dýri. Húðflúr er nokkurs konar líkamsbreyting sem er á manneskju talið líkamsskreyting en á dýri er notað til staðfestingar og þá kallað brennimark. Í daglegu tali er oft átt við húðflúr sem tattú eða sjaldnar tattóvering (sbr. dönsku: tatovering), þessi orð eiga rætur að rekja til ensku tattoo sem er upphaflega komið úr tahítísku tatu eða tatau sem þýðir „að merkja eða teikna“.
Eftir að hafa tapal máli fyrir dómstólum 2007 eru tveir stærstu framleiðendur húðflúrslitarefnis nú skyldaðir til að taka fram á umbúðum og vefsíðum sínum að litarefnin geti innihaldið þungmálma sem vitaskuld hafa mjög neikvæð áhrif á heilsu. Enn þann dag í dag hafa ýmis óhreinindi og eiturefni ekki verið fjarlægð úr húðflúrslitarefni og eftirlit með húðflúrum er ekki strangt.