Fara í innihald

Logic

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Logic árið 2018.

Sir Robert Bryson Hall II (fæddur 22. janúar 1990), betur þekktur undir sviðsnafninu Logic er bandarískur rappari. Hann er uppalinn í Gaithersburg í Maryland. Áhugi hans á tónlist kviknaði eftir að hafa horft á myndina Kill Bill eftir leikstjórann Quentin Tarantino en myndin er þekkt fyrir tónlistina sína. Fyrsta platan hans kom út árið 2009 undir nafninu Logic: The Mixtape og gaf hann svo út aðra plötu árið 2010 undir nafninu Young, Broke & Infamous in 2010. Stuttu eftir það skrifaði hann undir samning hjá Visionary Music Group og gaf hann út 3 plötur eftir það.