Fara í innihald

Matvælaráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið
Stofnár 2008[1]
Fjárveiting 18,6 milljarðar króna (2011)
Staðsetning Skúlagata 4
150 Reykjavík

Matvælaráðuneyti Íslands, áður þekkt sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Íslands eða Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti er eitt af 12 ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands. Æðsti yfirmaður var eitt sinn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Árið 2012 var það sameinað inn í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, en undir því eru starfandi tveir ráðherrar: sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.[2]

Árið 2021 var nafninu breytt í matvælaráðuneytið.

Samkvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands[3] fór ráðuneytið með þau mál er varða:

Sjávarútveg

Landbúnað

  • Rannsóknir og eftirlit í landbúnaði.
  • Nytjaskógrækt á bújörðum og landshlutaverkefni í skógrækt.
  • Jarðir í eigu og umsjá ríkisins, þ.m.t. kirkjujarðir.
  • Landnotkun í þágu landbúnaðar og önnur jarða- og ábúðarmál.
  • Áveitur og framræslu.
  • Framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði, inn- og útflutning landbúnaðarafurða.
  • Inn- og útflutning dýra og plantna og erfðaefnis þeirra, varðveislu erfðaauðlinda í landbúnaði og yrkisrétt.
  • Aðbúnað búfjár og heilbrigði dýra, varnir gegn dýrasjúkdómum, gæði og heilnæmi aðfanga og landbúnaðarafurða.
  • Veiði í ám og vötnum, eldi vatnadýra og önnur veiðimál.
  • Lán og stuðning við nýsköpun og starfsemi á sviði landbúnaðar.
  • Hagrannsóknir og áætlunargerð í landbúnaði.

Matvæli, matvælaeftirlit og matvælarannsóknir.

Sjá einnig

Tilvísanir

  1. „Sögulegt yfirlit sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis“. Sótt 8. apríl 2010.
  2. „Stjórnarráðið | Um ráðuneytið“. www.stjornarradid.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. október 2020. Sótt 4. nóvember 2020.
  3. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“. Sótt 21. febrúar 2010.