Rita Levi-Montalcini
Útlit
Rita Levi-Montalcini OMRI OMCA (22. apríl 1909 – 30. desember 2012) var ítalskur Nóbelsverðlaunahafi, heiðruð fyrir störf sín í taugalíffræði. Hún hlaut Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 1986 ásamt kollega sínum Stanley Cohen fyrir uppgötvun á taugavaxtarþætti (NGF).[1] Frá 2001 til dauðadags sat hún einnig í öldungadeild ítalska þingsins sem öldungadeildarþingmaður til lífstíðar.[2] Henni hlotnaðist sá heiður vegna framlags hennar til vísinda.[3] Þann 22. apríl 2009 varð hún fyrsti Nóbelsverðlaunahafinn sem náði 100 ára aldri og var dagurinn haldinn hátíðlegur með veislu í ráðhúsinu í Róm.[4][5]
Tilvísanir
- ↑ „The Nobel Prize in Physiology or Medicine 1986“. The Nobel Foundation. Sótt 1. janúar 2013.
- ↑ Bradshaw RA (2013). „Rita Levi-Montalcini (1909–2012) Nobel prizewinning neurobiologist and eminent advocate for science“. Nature. London. 493 (7432): 306. Bibcode:2013Natur.493..306B. doi:10.1038/493306a. PMID 23325208.
- ↑ „Rita Levi-Montalcini“. Encyclopædia Britannica. Sótt 25. janúar 2020.
- ↑ Abbott, A. (2009). „Neuroscience: One hundred years of Rita“. Nature. 458 (7238): 564–567. doi:10.1038/458564a. PMID 19340056.
- ↑ Owen, Richard (30. apríl 2009). „Secret of Longevity: No Food, No Husband, No Regrets or anything like that at all“. Excelle. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 31. desember 2012.