Fara í innihald

Vincentius frá Beauvais

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Freska sem sýnir Vincentius, höfund Speculum Maius, við skriftir.

Vincentius frá Beauvais (latínu: Vincentius Bellovacensis eða Vincentius Burgundus; c.a. 1184/1194 – c.a. 1264) var reglubróðir í Royaumont klaustri dóminíkana í Frakklandi. Hann er kunnastur fyrir að vera höfundur „Miklu skuggsjár“ (Speculum Maius), sem telst meðal fyrstu alfræðirita ritaðra á miðöldum. Verkið var mikið vexti, velþekkt og mikið lesið af lærðum á miðöldum. Vincentius vann að verkinu í 29 ár (1235-1264).

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.