Fara í innihald

Wacken

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Kirkja Wacken.

Wacken er þorp í Þýskalandi, nánar tiltekið í Steinburg-héraði í Schenefeld-amti í Holtsetalandi. Þar búa um 2110 manns (2023). Bæjarstjórinn heitir Axel Kunkel. Póstnúmerið er 25596 og svæðisnúmerið er 04827. Í grennd við þorpið er bærinn Itzehoe.

Wacken er fyrst getið í heimildum árið 1148, en þar hafa fundist mun eldri mannvistarleifar.

Wacken Open Air

Árið 1989 var þungarokkshátíðin Wacken Open Air haldin í fyrsta skipti og hefur verið haldin á hverju ári síðan. Hún er haldin fyrstu helgina í ágúst og er ein stærsta þungarokkshátíð heims, með yfir 80.000 gesti á ári. Síðan árið 2000 hafa Íslendingar sótt hana í hópum og íslensk þungarokksbönd spilað þar. Guðni Th. Jóhannesson þáverandi forseti, heimsótti hátíðina árið 2023 en þá spiluðu fjórar íslenskar sveitir þar.

Tenglar