Rocky Carroll
Rocky Carroll | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Roscoe Carroll 8. júlí 1963 |
Ár virkur | 1989 - |
Helstu hlutverk | |
Leon Vance í NCIS og NCIS: Los Angeles Dr. Keith Wilkes í Chicago Hope Joey Emerson í Roc Carl Reese í The Agency |
Rocky Carroll (fæddur Roscoe Carroll, 8. júlí 1963) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, NCIS: Los Angeles, Roc, The Agency og Chicago Hope.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Carroll fæddist í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við School for Creative and Performing Arts og útskrifaðist þaðan árið 1981. Carroll var ákveðinn í því að auka þekkingu sína í leiklist og hóf nám við The Conservatory of Theatre Art við Webster-háskólann í St. Louis þaðan sem hann útskrifaðist með B.F.A. gráðu. Eftir útskrift þá fluttist Carroll til New York og þar kynnti hann börnum fyrir verkum Shakespeare með þáttöku í Joe Papps Shakespeare á Broadway seríunni.
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Leikhús
[breyta | breyta frumkóða]Sem hluti af Joe Papps New York Shakespeare-hátíðinni, þá átti Carroll þátt í að opna dyrnar fyrir lituðum leikurum með því að taka hlutverk sem oftast voru leikin af hvítum leikurum í Shakespeare-leikritunum. Árið 1987 kynntist Carroll verkum Augusts Wilson þegar hann lék í leikritinum The Piano Lesson. Leikritið hlaut ekki aðeins Pulitzer-verðlaunin fyrir drama, þá var Carroll tilnefndur til Tony og Drama Desk-verðlauna fyrir hlutverk sitt.
Sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta sjónvarpshlutverk Carrolls var árið 1989 í sjónvarpsmyndinni Money, Power, Murder. Árið 1991 var honum boðið hlutverk í Roc sem Joey Emerson, sem hann lék til ársins 1994. Hann hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Boston Legal, The West Wing, Law & Order og The Game. Frá 1996-2000 þá lék hann í Chicago Hope sem læknirinn Keith Wilkes. Carroll hefur verið hluti af NCIS síðan 2008 sem Leon Vance hinn nýi yfirmaður NCIS ásamt því að koma fram í NCIS: Los Angeles.
Kvikmyndir
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsta kvikmyndahlutverk Carrolls var árið 1989 í Born on the Fourth of July. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Crimson Tide, Best Laid Plans og Yes Man.
Kvikmyndir og sjónvarp
[breyta | breyta frumkóða]Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1989 | Born on the Fourth of July | Willie – Va Hospital | |
1992 | Fathers & Sons | Flo | |
1992 | Prelude to a Kiss | Tom | |
1994 | The Chase | Byron Wilder | |
1995 | Crimson Tide | Lt. Darik Westergaurd | |
1996 | The Great White Hype | Aremus St. John Saint | |
1999 | Best Laid Plans | Bad Ass Dude | |
2000 | The Ladies Man | Cyrus Cunningham | |
2007 | Prisoner | Stúdío yfirmaður | |
2008 | Yes Man | Wes | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1989 | Money, Powe, Murder | Dwan | Sjónvarpsmynd |
1990 | Law & Order | Dr. Davids | Þáttur: Prescription for Death |
1991 | The American Experience | James Gooding | Þáttur: The Masschusetts 54th Colored Infantry |
1991-1994 | Roc | Joey Emerson | 72 þættir |
1995 | Fantastic Four | Triton | 2 Talaði inn á. |
???? | Gargoyles: The Goliath Chronicles | Talon | Þáttur: Genesis Undone Talaði inn á |
1996 | High Incident | Jerry White | Þáttur: Pilot |
1994-1996 | Gargoyles | Talon | 10 þættir |
1997 | Five Desperate Hours | Lt. Frank Early | Sjónvarpsmynd |
1998 | Early Edition | Dr. Keith Wilkes | Þáttur: Mum´s the Word |
1996-2000 | Chicago Hope | Dr. Keith Wilkes | 96 þættir |
2000-2001 | Welcome to New York | Adrian Spencer | 15 þættir |
2001 | The West Wing | Corey Sykes | Þáttur: The Drop In |
2001 | Family Law | U.S. Attorney Skidmore | 2 þættir |
2001-2003 | The Agency | Carl Reese | 45 þættir |
2004 | ER | Mr. Walker | Þáttur: The Student |
2004 | Father of the Pride | Talaði inn á | 2 þættir |
2004 | Boston Legal | A.D.A. John Shubert | Þáttur: Hired Guns |
2005 | Bobby Cannon | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2004-2005 | American Dreams | Presturinn Davis | 2 þættir |
2005 | Kevin Hill | Tony Banks | Þáttur: Occupational Hazard |
2006 | The Line-Up | Sean Tyler | Sjónvarpsmynd |
2005-2006 | Invasion | Healy | 4 þættir |
2006 | W.I.T.C.H. | Jerry Bitteroot | Þáttur: P Is for Protectors |
2007 | The Line-Up | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
???? | The It Crowd | Denham | Þáttur: Episode #1.1 |
2006-2007 | The Game | Kenny Taylor | 4 þættir |
2007 | Grey´s Anatomy | James | Þáttur: Haunt You Every Day |
2009-til dags | NCIS: Los Angeles | Leon Vance | 7 þættir |
2008-til dags | NCIS | Leon Vance | 77 |
Verðlaun og tilnefningar
[breyta | breyta frumkóða]Image-verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir NCIS.
- 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
- 1998: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 1998: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
- 1997: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Rocky Carroll“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 28. apríl 2011.
- Rocky Carroll á IMDb
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Rocky Carroll á IMDb
- http://www.cbs.com/primetime/ncis/cast/rocky-carroll/ Rocky Carroll á heimasíðu NCIS á CBS heimasíðunni