Fara í innihald

Alpafjöll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Alpar)
Upphleypt kort af Ölpunum.
Matterhorn er líkast til þekktasta fjallið í Ölpunum
Mont Blanc.
Háfjallagróður Alpanna.

Alpafjöll eða Alparnir (nefnd Mundíufjöll til forna eða Fjall) eru fjallgarður sem teygir sig um 1200 kílómetra frá Austurríki og Slóveníu í austri um Ítalíu, Sviss, Liechtenstein og Þýskaland til Frakklands í vestri.

Hæsta fjall Alpanna er Hvítfjall (f. Mont Blanc, í. Monte Bianco), 4809 m hátt, á landamærum Frakklands og Ítalíu. Alparnir eru fellingafjöll, það er fjöll sem orðið hafa til þegar tveir (eða fleiri) jarðflekar rákust saman.

Gróður og dýralíf

[breyta | breyta frumkóða]

Laufskógar ná upp í 1200-1500 metra hæð. Þar fyrir ofan má finna tré eins og fjallafuru, lindifuru og evrópulerki sem vaxa hátt í 2000-2400 meta hæð. Ofan þeirrar hæðar má finna fjallatúndru. Jöklasóley er meðal blómplantna sem finnast í háfjöllunum, í allt að 4000 metra hæð.

Alpasteingeit er það spendýr sem lifir hæst uppi. Múrmeldýr lifa ofan trjálínu. Í Austur-Ölpunum lifa enn brúnbirnir. Gullörn og gammar eru stærstu fuglategundirnar.

Hæstu fjöll Alpanna

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mont Blanc (4 809 m)
  2. Monte Rosa (4 634 m)
  3. Dom (4 545 m)
  4. Weisshorn (4 506 m)
  5. Matterhorn (4 478 m)
  6. Grand Combin (4 314 m)
  7. Finsteraarhorn (4 273 m)
  8. Aletschhorn (4 193 m)
  9. Barre des Écrins (4 102 m)
  10. Gran Paradiso (4 061 m)
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.