Fara í innihald

Brústeinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brústeinn (flórhella eða flórsteinn) er rétthyrndur og flathogginn steinn sem notaður er til að klæða vegi og er nefnt að brúleggja vegi eða flóra (eða flórleggja) þá. Orðið brústeinar (í ft) er á íslensku haft um þannig lagða stétt. Brúlagðir vegir eru algengir í eldri hlutum borga á meginlandi Evrópu.

Á íslandi eru fáir flórlagðir vegir, nema í Grjótaþorpinu, sem þó ber ekki nafn sitt af brúlögðum götunum þar. Orðið brústeinn kemur ekki oft fyrir í íslensku máli nema þegar fjallað er um útlönd. Og helst þegar fjallað er um Danmörku eða Holland eins og í bókum Halldórs Laxness:

  • Nú eru bráðum liðin hundrað ár, síðan þessi flibbalausi útigangsmaður var á stjáki um brústeinana í Kaupinhöfn. (Alþýðubókin)
  • Vegurinn gegnum kastalaportið var flóraður og lét hátt í járnbentum vögnunum þar sem þeir skrunsuðu með neistaflugi yfir hellurnar. (Íslandsklukkan)


  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.