Gil Scott-Heron
Gilbert Scott-Heron (1. apríl 1949 – 27. maí 2011) var bandarískur sálartónlistarmaður og djassljóðskáld sem hafði mikil áhrif á hipp-hopp-tónlist og rapptónlist, sérstaklega með flutningi ádeiluljóða undir djasstakti. Þeir Brian Jackson áttu oft í samstarfi þar sem þeir sóttu áhrif frá djassi, blús og sálartónlist, en með ádeilutextum. Scott-Heron var þekktur fyrir fjölbreyttan söngstíl sem notaði bæði tónafléttur, rapp og talað orð. Meðal þekktustu djassljóða hans eru „The Revolution Will Not Be Televised“ og „Whitey on the Moon“. Þekktustu plötur hans og Jackson eru Pieces of Man frá 1971 með smellinum „Lady Day and John Coltrane“ og Winter in America frá 1974 með smellinum „The Bottle“. Hann starfaði sem tónlistarmaður alla ævi og gaf út fjölda hljómplatna. Hann fékk Grammy Lifetime Achievement Award árið 2012, ári eftir andlát sitt.