Hauskúpufiðrildi
Útlit
(Endurbeint frá Kúpusvarmi)
Hauskúpufiðrildi | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hauskúpufiðrildi
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Acherontia atropos (Linnaeus, 1758) |
Hauskúpufiðrildi (einig kúpusvarmi eða hauskúpusvarmi) (fræðiheiti: Acherontia atropos) er fiðrildi af svarmfiðrildaætt og er svo nefnt vegna þess að ofan á frambol er gul litflikra sem minnir á hauskúpu. Hauskúpufiðrildi á heima við Miðjarðarhaf og flýgur árlega norður yfir Pýreneafjöll og Alpanna. Þá er hásumar og verpir hann eggjum sínum í kartöflugrös og skyldar náttskuggajurtir. Hauskúpufiðrildið sækir hunang í býflugnabú, dáleiðir býflugurnar með sérstöku blísturhljóði, en oft endar innbrotið með því að býflugurnar stinga það til bana. Aðeins einu sinni hefur hauskúpufiðrildi fundist á Íslandi, það var í Öræfasveit.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Hauskúpufiðrildi.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Acherontia atropos.