Fara í innihald

Merkimiðapólitík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Merkimiðapólitík (eða sjálfsmyndarstjórnmál) er hugtak sem haft er um sértæka pólitiska afstöðu sem tengir sig hagsmunum og lífsviðhorfum þess þjóðfélagshóps sem fólk samsamar sig við. Merkimiðapólitík spannar þá þætti stjórnmála sem myndaðir eru með hliðsjón af hvernig fólk sér sjálft sig og á við um alla þá þjóðfélagshópa sem draga sig saman á forsendum t.d. aldurs, trúarbragða, þjóðfélagsstöðu, menningar, örorku (eða fötlunar), kynþáttar, tungumáls, þjóðernis, kyns, kynhneigðar, kynslóðar, stjórnmálaflokks eða hvort fólk tengir sig frekar við borg eða sveit o.s.frv. Með öðrum orðum mætti segja að í merkimiðapólitík sé afmörkuð sýn þar sem horft er á hlutina út frá eigin þjóðfélagshópi og barist er fyrir réttindum líkra einstaklinga til að styrkja stöðu þeirra í þjóðfélagi sem þeir álíta að líti framhjá þeim.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.