Upphandleggsbein
Útlit
Upphandleggsbein (fræðiheiti: humerus) er langt bein í beinagrind mannsins en það nær frá öxl að olnboga. Upphandleggsbein er lengsta og stærsta bein í efri útlimum. Það tengir herðablað við framhandlegginn, sem samanstendur af sveif og olnbogabeini.