„ALMC“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m Straumur burðarás færð á Straumur-Burðarás |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 28. mars 2006 kl. 10:37
Straumur-Burðarás er íslenskt fyrirtæki, sem varð til við samruna fyrirtækjanna Burðaráss og Straums.
Saga félagsins
Árið 1914 var Eimskipafélag Íslands var stofnað. Félagið sá um skiparekstur milli Íslands og útlanda. Árið 1989 var Burðarás stofnað og sá um fjárfestingar Eimskipafélagsins í öðrum rekstri. Þremur árum síðar var Eimskipafélaginu skipt upp í þrjár sjálfstæðar einingar, eina til að sjá um fiskveiðimál, aðra til að sjá um flutninga, bæði á sjó og landi en sú þriðja átti að sjá um fjárfestingar. Þannig varð Burðarás að dótturfélagi Eimskipa. Árið 2002 eignaðist Landsbanki Íslands meirihluta í Eimskipum. Breytingar urðu þá á félaginu. Fyrst var útgerðin, sem bættist við Eimskipafélagið árið 1999 við yfirtöku á nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum, seld frá félaginu. Burðarás var síðan gert að móðurfélagi. Að lokum var skipareksturinn seldur frá Burðarási árið 2005.
Fjárfestingarfélagið Straumur var stofnað árið 2001 upp úr Hlutabréfasjóðnum og VÍB. Straumur keypti í framhaldi af því Brú fjárfestingar og fjárfestingabankann Framtak og fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004.
Í ágúst 2005 var ákveðið í framhaldi af stjórnarfundum Burðaráss, Straums, Eimskipafélag Íslands og Landsbanka Íslands að sameina Burðarás Landsbanka Íslands og Straumi. Úr þessu varð stofnun Straums-Burðaráss í október 2005.
Í stjórn Straums-Burðaráss sátu í mars 2006 Björgólfur Thor Björgólfsson, Eggert Magnússon, Kristinn Björnsson, Magnús Kristinsson og Páll Þór Magnússon.
Höfuðstöðvar Straums-Burðaráss eru í Borgartúni 25, Reykjavík.