1416
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1416 (MCDXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Eldgos í Kötlu. Því fylgdi mikið öskufall og jökulhlaup sem kallað var Höfðahlaup, líklega kennt við Hjörleifshöfða.
- 25 ensk fiskveiðiskip fórust fyrir Norðurlandi á skírdag.
- Þjóðverjum bannað að sigla til Íslands.
Fædd
Dáin
- Vermundur Örnólfsson ábóti í Helgafellsklaustri.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Hinrik sæfari, prins af Portúgal, setti á stofn stýrimannaskóla í Sagres.
- Lýðveldið Dubrovnik (Ragusa) varð fyrsta ríki Evrópu til að banna þrælasölu.
Fædd
- 26. febrúar - Kristófer af Bæjaralandi, Danakonungur frá 1440, Svíakonungur frá 1441 og Noregskonungur frá 1442 (d. 1448).
- Piero della Francesca, ítalskur listmálari (d. 1492).
Dáin
- Ferdínand 1., konungur Aragóníu (f. 1379).
- Owain Glyndŵr (Owen Glendower), velskur uppreisnarforingi og síðasti innfæddi Walesbúinn til að bera titilinn Prinsinn af Wales. Dánarár hans er raunar ekki fullvíst því hann var í felum frá 1412.