16. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
16. júní er 167. dagur ársins (168. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 198 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1342 - Álaborg í Danmörku fékk kaupstaðarréttindi.
- 1426 - Bæheimsku styrjaldirnar: Hússítar sigruðu krossfara úr fjórðu bæheimsku krossferðinni í orrustunni við Usti nad Labem.
- 1427 - Bæheimsku styrjaldirnar: Hússítar unnu lokasigur á krossförum úr fjórðu bæheimsku krossferðinni í orrustunni við Tachov.
- 1487 - Orrustan á Stoke Field, síðasti bardagi Rósastríðanna, átti sér stað.
- 1551 - Danskir sendimenn konungs fengu því framgengt á Oddeyri við Eyjafjörð, að Jón Arason og synir hans, Björn og Ari, voru dæmdir sekir um landráð rúmlega sjö mánuðum eftir að þeir voru teknir af lífi.
- 1743 - Austurríska erfðastríðið: Georg 2., konungur Bretlands, leiddi her sinn til sigurs í orrustunni við Dettingen í Bæjaralandi og var hann síðasti breski konungurinn sem sjálfur stýrði her sínum í orrustu. Hann vann þar sigur á frönskum her.
- 1846 - Píus 9. var kjörinn páfi. Hann sat lengur á páfastóli en nokkur annar, eða í 32 ár.
- 1877 - Ísafoldarprentsmiðja var stofnuð formlega og prentaði blaðið Ísafold í fyrsta skipti.
- 1903 - Ford Motor Company var stofnað í Michigan í Bandaríkjunum.
- 1909 - Vatni úr Elliðaánum var hleypt á dreifikerfi Vatnsveitu Reykjavíkur. Vatni úr Gvendarbrunnum var veitt inn á kerfið í byrjun október.
- 1940 - Þýskur kafbátur sökkti breska herskipinu Andania suður af Ingólfshöfða. Áhöfn togarans Skallagríms vann það afrek að bjarga 353 mönnum.
- 1940 - Sovétríkin lögðu Eistland undir sig.
- 1943 - Strandferðaskipið Súðin varð fyrir loftárás þýskrar orrustuflugvélar á Skjálfandaflóa og létust tveir menn í árásinni.
- 1944 - Alþingi hélt fund í Reykjavík og felldi niður sambandslög Íslands og Danmerkur og setti nýja stjórnarskrá í gildi.
- 1946 - Haldið var upp á aldarafmæli Menntaskólans í Reykjavík. Gengin var skrúðganga að leiði Sveinbjarnar Egilssonar í Hólavallagarði en Sveinbjörn var fyrsti rektor skólans.
- 1960 - Kvikmynd Alfred Hitchcocks, Psycho, var frumsýnd.
- 1963 - Valentína Tereskhova fór í geimferð með sovéska geimskipinu Vostok 6, fyrst kvenna.
- 1972 - Ulrike Meinhof, annar helsti leiðtogi RAF (Rote Armee Fraktion), öðru nafni Baader-Meinhof-hryðjuverkahópsins, var handtekin í Þýskalandi.
- 1976 - Lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu hófst í Júgóslavíu.
- 1976 - Soweto-uppreisnin hófst í Suður-Afríku.
- 1977 - Larry Ellison, Bob Miner og Ed Oates stofnuðu Oracle Corporation í Bandaríkjunum.
- 1978 - Kvikmyndin Grease var frumsýnd.
- 1980 - Gufuneskirkjugarður í Reykjavík var tekinn í notkun.
- 1982 - Lögreglan staðfesti að hún hefði lagt hald á maríjúanasendingu, alls 189 kg, en ekki var vitað hvert hún átti að fara. Efnið var sent frá Jamaíka.
- 1984 - Kanadíski sirkusinn Cirque du Soleil var stofnaður.
- 1989 - Kaupfélag Hvammsfjarðar óskaði eftir gjaldþrotaskiptum.
- 1989 - 250.000 manns komu saman á Hetjutorginu í Búdapest til að taka þátt í endurgreftrun Imre Nagy sem tekinn var af lífi 1958.
- 1992 - Caspar Weinberger var dæmdur fyrir yfirhylmingu í Íran-Kontrahneykslinu.
- 1995 - McDonald's-staður var opnaður í Hressingarskálanum við Austurstræti.
- 1997 - Skæruliðar myrtu um 50 þorpsbúa í Daïat Labguer-blóðbaðinu í Alsír.
- 2002 - Padre Pio var lýstur dýrlingur í Kaþólsku kirkjunni.
- 2003 - Íslenska hljómsveitin Hraun var stofnuð.
- 2008 - Ísbjörn (Hraunsbirnan) kom á land við Hraun á Skaga. Þetta var öldruð birna sem var felld næsta dag, 17. júní.
- 2010 - Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistryggð lán ólögmæt.
- 2012 - Aung San Suu Kyi, baráttukona fyrir mannréttindum og lýðræði í Mjanmar, flutti ræðu í Ósló og þakkaði fyrir friðarverðlaun Nóbels, sem hún fékk árið 1991.
- 2016 - Seðlabanki Íslands hóf að losa snjóhengjuna svokölluðu með gjaldeyrisútboði sem hófst þennan dag.
- 2018 - Ísland gerði 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
- 2018 - Ríkisstjórn Donald Trump í Bandaríkjunum var harðlega gagnrýnd fyrir að skilja börn frá foreldrum sínum við landamærin að Mexíkó.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1313 - Giovanni Boccaccio, ítalskur rithöfundur (d. 1375).
- 1583 - Axel Oxenstierna, sænskur landstjóri (d. 1654).
- 1612 - Múrað 4., Tyrkjasoldán (d. 1640).
- 1723 – Adam Smith, skoskur heimspekingur og hagfræðingur (d. 1790).
- 1851 - Peter Adler Alberti, dómsmálaráðherra Danmerkur og Íslandsráðherra (d. 1932).
- 1858 - Gústaf 5. Svíakonungur (d. 1950).
- 1890 - Stan Laurel, breskur leikari og grínisti (d. 1965).
- 1898 - Emil Thoroddsen, íslenskt tónskáld (d. 1944).
- 1914 - Lúðvík Jósepsson, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1994).
- 1915 - Mariano Rumor, ítalskur stjórnmálamaður og fyrrum forseti Ítalíu (d. 1990).
- 1917 - Larbi Benbarek, marokkóskur knattspyrnumaður (d. 1992).
- 1937 - Simeon Sachsen-Coburg-Gotha, fyrrum keisari og forsætisráðherra Búlgaríu.
- 1957 - Alexandra Marinina, rússneskur rithöfundur.
- 1965 - Andrea Ghez, bandarískur stjarnfræðingur.
- 1968 - James Patrick Stuart, bandarískur leikari.
- 1971 - Tupac Amaru Shakur, bandarískur rappari (d. 1996).
- 1973 - Eddie Cibrian, bandarískur leikari.
- 1983 - Olivia Hack, bandarísk leikkona.
- 1989 - Yuichi Maruyama, japanskur knattspyrnumaður.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1216 - Innósentíus III páfi (f. 1160 eða 1161).
- 1671 - Stenka Razin, rússneskur kósakkaleiðtogi, tekinn af lífi (f. 1630).
- 1722 - John Churchill, hertogi af Marlborough, enskur hershöfðingi (f. 1650).
- 1730 - Sigríður Jónsdóttir Vídalín, biskupsfrú í Skálholti (f. 1667).
- 1752 - Joseph Butler, enskur heimspekingur (f. 1692).
- 1944 - Marc Bloch, franskur sagnfræðingur (f. 1886).
- 1945 - Nils Edén, sænskur sagnfræðingur (f. 1871).
- 1958 - Imre Nagy, forsætisráðherra Ungverjalands og leiðtogi uppreisnarinnar 1956, tekinn af lífi (f. 1896).
- 1958 - Pál Maléter, herforingi ungversku uppreisnarinnar 1956, tekinn af lífi (f. 1917).
- 1999 – Screaming Lord Sutch, breskur tónlistarmaður og leiðtogi The Monster Raving Loony Party (f. 1940).
- 2003 - Georg Henrik von Wright, finnskur heimspekingur (f. 1916).
- 2008 - Ágúst George, hollenskur prestur (f. 1928).