55 f.Kr.
Útlit
Árþúsund: | 1. árþúsundið f.Kr. |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
55 f.Kr. var 45. ár 1. aldar f.Kr. Í Rómaveldi var það þekkt sem ræðismannsár Crassusar og Pompeiusar eða sem árið 699 ab urbe condita. Það hefur verið þekkt sem árið 55 f.Kr. frá miðöldum þegar Anno Domini-tímatalið var tekið upp.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrsta varanlega leikhús Rómar, Leikhús Pompeiusar, var reist.
- Fjórða ár Gallastríða Júlíusar Caesars.
- 22. eða 26. ágúst - Júlíus Caesar hóf innrás Rómverja í Bretland.
- Miþrídates 3. beið ósigur fyrir her Oródesar 2. í Selevkíu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- Tibullus, rómverskt latínuskáld.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- Arkelás, æðstiprestur í Komana.
- Bereníke 4., drottning Egyptalands (f. 77 f.Kr.).
- Lúcretíus, rómverskur heimspekingur (f. um 99 f.Kr.).
- Tígranes mikli, armenskur keisari (f. um 140 f.Kr.).