Antonio Valencia
Antonio Valencia | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Luis Antonio Valencia Mosquera | |
Fæðingardagur | 4. ágúst 1985 | |
Fæðingarstaður | Lago Agrio, Ekvador | |
Hæð | 1,81 m | |
Leikstaða | Vængmaður Kanntmaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | LDU Quito | |
Númer | 25 | |
Yngriflokkaferill | ||
1999–2001 2001–2004 |
Caribe Junior El Nacional | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2003-2005 | El Nacional | 84 (20) |
2005-2008 | Villarreal | 2 (0) |
2005-2006 | →Recreativo (lán) | 14 (1) |
2006-2008 | →Wigan Athletic (lán) | 37 (1) |
2008-2009 | Wigan Athletic | 47 (6) |
2009–2019 | Manchester United | 241 (17) |
2019-2020 | LDU Quito | 20 (1) |
2020-2021 | Querétaro | 15 (1) |
Landsliðsferill2 | ||
2005-2019 |
Ekvador U-20 Ekvador |
23 (17) 99 (11) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Luis Antonio Valencia Mosquera (fæddur 4. ágúst 1985), þekktur sem Antonio Valencia, er fyrrum knattspyrnumaður frá Ekvador. Hann spilaði síðast fyrir ekvadorska knattspyrnuliðið LDU Quito og ekvadórska landsliðið.
Valencia fór til Manchester United frá Wigan Athletic sumarið 2009 fyrir rúmar 16 milljónir punda. Hann fór frá United 10 árum síðar, 2019.
Meistaraflokksferill
[breyta | breyta frumkóða]Wigan Athletic
[breyta | breyta frumkóða]Valencia var lánaður til Wigan sumarið 2006, upphaflega til eins árs. Láninu var síðan framlengt um eitt ár í viðbót og var Valencia síðan keyptur til Wigan í jánúarglugganum 2008 og skrifaði hann undir þriggja og hálfs árs samning. Hann vakti athygli fyrir frammistöðu sína og hafnaði hann m.a. Real Madrid í janúar 2009. En í júní 2009 var hann síðan seldur til Manchester United,
Manchester United
[breyta | breyta frumkóða]Þann 30. júní 2009 skrifaði Valencia undir fjögurra ára samning við Manchester United. Kaupin á Valencia voru fyrstu kaup félgasins þetta sumar og talið er að kaupverð hafi verið í kringum 16 milljónir punda.
Á undirbúningstímabilinu 2009 spilaði Valencia sinn fyrsta leik fyrir United gegn Boca Juniors í Audi bikarnum og skoraði hann í þeim leik. Hans fyrsti leikur á tímabilinu var hins vegar gegn Chelsea í leiknum um Samfélagsskjöldinn 2009. Hans fyrsta deildarmark var síðan í 2-1 sigri á Bolton Wanderers.
Valencia var í byrjunar liði United í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Aston Villa og var hann valinn maður leiksins. Valencia var síðan valinn í lið tímabilsins ásamt liðsfélögum sínum Evra, Fletcher og Rooney.