Bókasafnið í Alexandríu
Bókasafnið í Alexandríu í Alexandríu í Egyptalandi var eitt sinn stærsta bókasafn heims.Það er almennt talið hafa verið stofnað snemma á 3. öld f.Kr., í valdatíð Ptolemajosar I (323–283 f.Kr.) eða sonar hans Ptolemajosar II (283–246 f.Kr.). Sennilega var það stofnað eftir að fyrsti hluti safnsins í Alexandríu, Múseion (forngríska: Μουσείον), var reistur. Hlutar bókasafnsins skemmdust í eldsvoðum.
Plútarkos (46 - 120 e.Kr.) skrifaði að Júlíus Sesar hefði brennt bókasafnið fyrir slysni árið 48. f.Kr. Árið 2002 var Bibliotheca Alexandria opnað í Alexandríu til minningar um safnið.[1] Árið 2004 tilkynntu pólskir og egypskir vísindamenn að þeir hefðu uppgötvað fornleifar bókasafnsins.[2]
Talið er að gríska skáldið og fræðimaðurinn Kallímakkos (310/305 – 240 f.Kr.) hafi samið fyrstu bókaskránna sem nefnd er Pinakes. Á hún að hafa innihaldið breiða efnisflokka á bilinu 5-12 talsins.
Tilvitnanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bókasafnið í Alexandríu opnað, Morgunblaðið 17. október 2002
- ↑ Library of Alexandria discovered, BBC News 12 maí 2004