Fara í innihald

Bór

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
   
Beryllín Bór Kolefni
  Ál  
Efnatákn B
Sætistala 5
Efnaflokkur Málmungur
Eðlismassi 2460,0 kg/
Harka 9,3
Atómmassi 10,811 g/mól
Bræðslumark 2349,0 K
Suðumark 4200,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast efni (ósegulmagnað)
Lotukerfið

Bór (úr arabísku, لاعقشا buraq, eða persnesku, بورون burah, sem eru heiti á steindinni bóraxi) er frumefni með efnatáknið B og sætistöluna 5 í lotukerfinu. Bór er þrígilt frumefni, sem mikið finnst af í málmgrýtinu bóraxi og úlexíti. Til eru tveir fjölgervingar af bór; formlaus bór er brúnt duft en málmkenndur bór er svartur. Málmkenndur bór er mjög hart efni, í kringum 9,3 á Mohs kvarðanum, en slæmur leiðari við stofuhita. Hann finnst aldrei einn og sér í náttúrunni.

Bór er mikilvægt næringarefni fyrir jurtir sem geta orðið fyrir bórskorti í vissri tegund af jarðvegi. Of mikið magn bórs getur líka verið plöntum skaðlegt. Sem snefilefni hefur bór reynst vera forsenda heilsu í rottum og gert er ráð fyrir því að það gildi einnig um önnur spendýr þótt ekki sé vitað nákvæmlega hvaða hlutverki efnið gegnir.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.