Chris Cornell
Chris Cornell (fæddur Christopher John Boyle; 20. júlí 1964 - látinn 18. maí 2017[1]) var tónlistarmaður frá Seattle, Bandaríkjunum.
Fyrstu kynni Cornells af tónlist voru Bítlarnir sem varð til þess að hann lærði á píanó. Á unglingsárum var hann einfari, kvíðinn og með víðáttufælni. Eftir að hafa hætt í skóla keypti hann trommusett og hóf að spila með hljómsveitum í Seattle. Hann kynntist Hiro Yamamoto og Kim Thayil [2] og stofnaði grugghljómsveitina Soundgarden árið 1984 sem starfaði til 1997. Hann hóf síðar sólóferil og var um tíma í hljómsveitinni Audioslave (2001-2007) en gekk aftur til liðs við Soundgarden árið 2010. Árið 1991 tók hann þátt í tónlistarverkefninu Temple of the dog sem meðlimum Pearl Jam til minningar um sameiginlegan vin, Andrew Wood.
Árið 2006 samdi Cornell lagið You Know My Name, sem kom fram í James Bond myndinni, Casino Royale.
Cornell spilaði á Íslandi árið 2007 (Laugardalshöll)[3] og í mars árið 2016 í Hörpu.
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Cornell skildi við eiginkonu sína, Susan Silver (sem var umboðsmaður Soundgarden og Alice in Chains) árið 2004 og fór um svipað leyti í meðferð vegna áfengis og vímuefna. Hann á með Susan eina dóttur. Hann kynntist nýrri konu, Vicky og eignaðist með henni 2 börn. Chris átti 5 systkini; 2 eldri bræður og 3 yngri systur. Hann vann um tíma sem kokkur.
Andlát
[breyta | breyta frumkóða]Cornell lést óvænt þann 18. maí árið 2017, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hafa spilað á tónleikum í Detroit.[1][4] Cornell fannst látinn á baðherbergi hótels og hafði hengt sig. [5]
Sólóplötur
[breyta | breyta frumkóða]- Euphoria Morning (1999)
- Carry On (2007)
- Scream (2009)
- Songbook (2011)
- Higher Truth (2015)
- No One sings Like You Anymore, Vol 1. (2020)
Temple of the Dog
[breyta | breyta frumkóða]- Temple of the Dog (1991)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Berman, Taylor. „Chris Cornell Police Report Details the Hours Before Singer's Death“. Spin. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. maí 2017. Sótt 19. september 2017.
- ↑ Chris Cornell - so much more than a grunge starBBC, skoðað 19. maí, 2017
- ↑ Chris Cornell með hita og áritar ekki í dag Vísir. Skoðað 31 janúar , 2016.
- ↑ Chris Cornell látinn Rúv, skoðað 18. maí 2017.
- ↑ Chris Cornell: Soundgarden star dies of 'hanging by suicide' BBC. skoðað 19. maí 2017.