Fara í innihald

Christina Aguilera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christina Aguilera
Fædd
Christina María Aguilera

18. desember 1980 (1980-12-18) (43 ára)
Önnur nöfn
  • Xtina
  • Baby Jane
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár virk1993–í dag
MakiJordan Bratman
(g. 2005; sk. 2011)
Matthew Rutler
(2010–í dag)
Börn2
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðachristinaaguilera.com
Undirskrift

Christina María Aguilera (f. 18. desember 1980) er bandarísk poppsöngkona og lagasmiður. Aguilera birtist fyrst í sjónvarpi árið 1990 en þá var hún keppandi í Star Search þættinum og lék síðar í Mikka Músar klúbbnum á Disney-stöðinni á árunum 1993–1994. Aguilera skrifaði undir samning við RCA Records eftir að hafa tekið upp lagið „Reflection“ fyrir Disney-myndina Mulan.

Árið 1999 gaf Aguilera út fyrstu plötuna sína, Christina Aguilera, sem fékk góðar viðtökur og gaf platan af sér fjóra smelli, „Genie in a Bottle“, „What a Girl Wants“, „I Turn To You" og „Come On Over Baby (All I Want Is You)“. Plata í Suður-Amerískum stíl, Mi Reflejo (2001) og nokkrir dúettar komu í kjölfarið og hjálpaði Aguilera að ná heimfrægð, þrátt fyrir að ekki öllum líkaði hvað hún lagði lítið í tónlist og ímynd sína. Eftir að hafa sagt umboðsmanni sínum upp, tók Aguilera stjórnina á næstu plötu sinni, Stripped (2002), og náði önnur smáskífa hennar, „Beautiful“, miklum vinsældum. Þriðja stúdíóplata Aguilera, Back to Basics (2006), innihélt lög í sálar, djass og blús-stíl og fékk mikið lof gagnrýnenda. Fjórða plata Aguilera, Bionic kom út í júní 2010.

Fyrir utan að vera þekkt fyrir mikið raddsvið, tónlistarmyndbönd og myndir, tónlistarlega, koma ýmis atriði úr hennar persónulega lífi, eins og æska hennar og fleiri þættir, til þegar hún semur tónlistina sína. Hún hefur ekki aðeins unnið í tónlist en hún hefur einnig verið talsmaður ýmissa góðgerðarfélaga, mannréttinda og heimsvandamála. Aguilera hefur unnið nokkur verðlaun, þar á meðal fjögur Grammy-verðlaun og Latin Grammy-verðlaun, ásamt 15 tilnefningum til Grammy-verðlauna. Tímaritið Rolling Stone setti hana í 53. sæti á lista þeirra yfir 100 bestu söngvara allra tíma og var hún yngsti og eini tónlistarflytjandinn undir þrítugu. Hún er einn farsælasti tónlistarmaður áratugarins, með 50 milljónir platna og yfir 50 milljón smáskífur seldar um allan heim, hún er því ein af söluhæstu tónlistarmönnum samtímans.[1] Árið 2010 fékk Christina stjörnu á Hollywood Walk of Fame og hún var einnig fyrst til að fá stjörnu á Hollywood Gay Walk of Fame. Hún er ötull stuðningsmaður samkynhneigðra.

Christina fæddist í Staten Island í New York ríki. Foreldrar hennar voru Fausto Wagner Xavier Aguilera og Shelly Loraine Fidler. Faðir hennar vann í hernum en mamma hennar var spænskukennari. Faðir Christinu var fæddur í Ekvador en mamma hennar er bandarísk. Faðir Christinu var í flughernum og var meðal annars staðsettur í Japan en þar bjó fjölskyldan um nokkurt skeið. Foreldrar Christinu skildu þegar hún var sjó ára gömul. Samkvæmt Christinu og móðir hennar var faðir hennar mjög stjórnsamur og ofbeldisfullur og beitti bæði Christinu og móðir hennar miklu ofbeldi. Hún hefur sungið um erfiðu lífsreynsluna sína í tveimur lögum, „I'm OK“ sem var á Stripped og „Oh Mother“ sem var á Back To Basics. Móðir Christinu flúði með dóttir sína til ömmu Christinu og bjuggu þær þar þangað til að Christina öðlaðist frægð. Þó að faðir hennar hefur margoft reynt að tengjast dóttir sinni aftur hefur hún útilokað það. Móðir hennar er nú gift sjúkraliða sem heitir Jim Kearns og hefur breytt nafni sínu í Shelly Kearns. Christina á yngri systur sem heitir Rachel og bróður sem heitir Mikey.

Fjölskyldulíf

[breyta | breyta frumkóða]

Christina giftist tónlistarframleiðandanum Jordan Bratman árið 2005. Þau eignuðust saman strákinn Max Liron árið 2008, nafnið þýðir á hebresku „our song“.[2] Christina og Jordan skildu í lok árs 2010 eftir fimm ára hjónaband og deila forræði yfir Max.

Burlesque og The Voice

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 hófust tökur á kvikmyndinni Burlesque en Christina lék aðalhlutverið í þeirri mynd. Myndin kostaði um 55 miljónir dollara og þénaði rétt rúmlegar 100 miljónir dollara í kvikmyndahúsum og vel á þriðja tug miljóna dollara í DVD og Blue-Ray sölu. Hljómplatan sem fylgdi myndinni hefur selst í um hálfri miljón eintökum.

Árið 2011 tók Christina að sér að vera leiðbeinandi í nýjum raunveruleikaþætti á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem heitir The Voice. Önnur sería þáttanna var frumsýnd í lok árs 2011 með sömu leiðbeinendum. Aðrir leiðbeinendur í þáttunum eru Blake Shelton, Adam Levine og Cee Lo Green. Kynnir þáttanna er Carson Daly. Þættirnir eru sýndir um allan heim. Sumarið 2011 var gefið út að Christina fær greiddar $225.000 fyrir hvern þátt.

Adam Levine og hljómsveit hans Maroon 5 og Christina unnu saman að lagi á meðan á þáttunum stóð. Lagið „Moves Like Jagger“ hlaut miklar vinsældir um allan heim. Lagið fór í fyrsta sæti á Billboard Hot 100 listanum 1. september 2011 og varð því fimmta lagið sem Christina hefur náð á topp listans á ferli sínum, lagið sat í fyrsta sæti listans í fjórar vikur.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Christina Aguilera (1999)
  • Mi Reflejo (2000)
  • My Kind of Christmas (2000)
  • Stripped (2002)
  • Back to Basics (2006)
  • Bionic (2010)
  • Lotus (2012)
  • Liberation (2018)
  • Aguilera (2022)

Stuttskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Justin & Christina (2003) (með Justin Timberlake)
  • La Fuerza (2022)
  • La Tormenta (2022)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]