David Crosby
Útlit
David Van Cortlandt Crosby (14. ágúst, 1941 – 18. janúar, 2023) var bandarískur tónlistarmaður sem spilaði þjóðlagatónlist, rokk og djass. Hann var stofnandi The Byrds sem risu til frægðar árið 1965 með ábreiðu Mr. Tambourine Man eftir Bob Dylan. Árið 1968 myndaði Crosby þríeykið Crosby, Stills & Nash með Stephen Stills og Graham Nash. Hann kom meðal annars Joni Mitchell á framfæri og átti í samstarfi við Neil Young. Crosby var áberandi í hippa og andmenningarhreyfingunni á 7. áratug 20. aldar.
Árið 2018 hélt Crosby tónleika í Háskólabíói. [1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Goðsögn sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga – David Crosby heldur tónleika á Íslandi DV, sótt 20. jan 2023