Fara í innihald

Diego Costa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Diego Costa
Diego Costa í leik með Chelsea F.C.
Upplýsingar
Fullt nafn Diego da Silva Costa
Fæðingardagur 7. október 1988 (1988-10-07) (36 ára)
Fæðingarstaður    Lagarto, Brasilía Fáni Brasilíu
Hæð 1.88m
Leikstaða Framherji
Núverandi lið
Núverandi lið Botafogo
Númer 19
Yngriflokkaferill
2004-2006 Barcelona EC
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2006 Braga 0 (0)
2006 →Penafiel (lán) 13 (5)
2007-2009 Atlético Madrid 0 (0)
2007 →Braga (lán) 7 (0)
2007-2008 →Celta (lán) 30 (5)
2008-2009 →Albacete (lán) 35 (9)
2009-2010 Valladoid 34 (8)
2010-2014 Atlético Madrid 94 (43)
2012 Rayo Vallecano 16 (10)
2014-2018 Chelsea F.C. 89 (52)
2018-2020 Atlético Madrid 61 (12)
2021-2022 Atlético Mineiro 14 (4)
2022-2023 Wolverhampton Wanderers 23 (1)
2023- Botafogo 0 (0)
Landsliðsferill
2013

2014-2018

Brasilía

Spánn

2 (0)

24 (10)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Diego da Silva Costa (fæddur 7. október 1988) er spænsk-brasilískur knattspyrnumaður sem spilar fyrir brasilíska knattspyrnufélagið Botafogo.

Félagsliðaferill

[breyta | breyta frumkóða]

Chelsea F.C.

[breyta | breyta frumkóða]

Diego Costa kom til Chelsea F.C. frá Atlético Madrid um sumar 2014 fyrir 32 milljónir punda. Costa skrifaði undir 5 ára samning og fær 150.000 pund á viku. Costa skoraði sitt fyrsta mark fyrir Chelsea í fyrsta leiknum sínum á undirbúningstímabilinu þann 27.júlí 2014 gegn Olimpija eftir sendingu frá Cesc Fabregas, sem kom til Chelsea á sama tíma og Costa. Í fyrsta samkeppnishæfa leiknum hans skoraði hann jöfnunarmarkið gegn Burnley í 1-3 sigri á Turf Moor, heimavelli Burnley. Hann var valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni og skoraði hann fyrstu þrennuna sína á móti Swansea City eftir að hafa lent 0-1 undir, en leikurinn fór 4-2 fyrir Chelsea. Fyrir tímabilið 2017-2018 var Costa ekki í náðinni hjá Antonio Conte, þjálfara Chelsea.

Atletico Madrid

[breyta | breyta frumkóða]

Costa spilaði fyrir Atlético Madrid 2007-2009 og 2010-2014. Svo fór að hann sneri þangað aftur til í janúar 2018. Hann stóð ekki undir væntingum þar og komst að samkomulagi við félagið að fara frá því í desember 2020.