Fara í innihald

Digital Monster X-evolution

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Digital Monster X-evolution er áttunda Digimon myndin og er byggð á söguþræði Digimon Chronicle, en þó eru engin menn í henni. Hún er fyrsta Digimon myndin, sem var gerð eingöngu í tölvunni. Hún var frumsýnd 3. janúar 2005 á stöðinni Fuji TV.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Stafræni heimurinn er að nálgast endalokin. 98 prósent allra digimona hefur verið eytt og eru ekki margir eftir. Sumir digimonar hafa þróast og fengið svokallað X-antibody sem Þýðir að þau geta ekki verið eytt af Yggdrasil. Þessir digimonar eru hataðir og hundeltir. Sumir reyna að drepa þau til að hlaða X-antibody þeirra. Yggdrasil hefur sent út konunglega riddarana til að eyða þessum sérstökum X digimonum, svo að hann geti uppfyllt áætlun sína.

DORUmon hefur fæðst með slíkan antibody í þennan heim. Hann er aleinn og hataður. Þangað til hann hittir War Greymon X, er felur honum digimona barnið Tokomon, sem hann á að passa þar til þeir hittast aftur. Einn dag vitna þau DORUmon og Tokumon hvernig Omegamon, einn af konunglegu riddurunum, eyðir heilan her uppreisnarmanna með einu skoti. Hann verður var við litlu digimonana tvö og kemur að þeim. Til að verja Tokomon ræðst DORUmon á Omegamon og Tokomon ræðst einnig á hann. Þau hafa enga möguleika á að vinna en þó koma þau aftur og aftur að honum, honum til furða. Þegar hann ætlar að höggva að þeim koma Metal Garurumon X og War Greymon X þeim til björgunar og takast á við Omegamon. Mikill bardagi hefst milli þeirra þrjú ofuröfluga digimona. Þegar Omegamon gerir öfluga árás kastar Metal Garurumon X sig yfir DORUmon og Tokomon til að bjarga þeim og deyr þar, eftir að hann gefur X-antibody sinn Tokomon, er verður að Tokomon X. DORUmon öskrar hátt upp út af þessum hörmungi og þróast í DORUgamon og ræðst jafn óðum á andstæðinginn. Áður en Omegamon kemst að þeim stöðvar Dukemon, annar konunglegur riddari, bardagan og tilkynnir að hann mun svíkja Yggdrasil. Omegamon, sem er góður vinur Dukemons, er særður í hjartastað og yfirgefur svæðið. Skömmu síðar standa þeir tveir sem andstæðingar móti hvert öðru og Dukemon banast, en hverfur eitthvert. Furðu lostinn og með sundurtætt hjarta snýr Omegamon aftur til Yggdrasils.

Seinna kemur fram enn annar konunglegur ridddari, Magnamon, sem handtekur DORUgamon og færir hann Yggdrasil. Í ljós kemur að DORUmon er í raun ekki alvöru digimoni heldur var hann skapaður af Yggdrasil og settur inn í þann heim. Nú tekur Yggdrasil gögn DORUgamons til að búa til fleiri digimona og er hann þá settur laus í heiminn á ný. Hann er fundinn meðvitundarlaus af uppreisnarmönnum og færður í leynibúðir þeirra, sem eru í löngum hellisgöngum. Yggdrasil sendir nú þúsunda þeirra nýju skepna, er hann bjó til, út til að útrýma öllum digimonum. Skepnurnar eru svart rauð hvítir drekar og líta þær allar eins út. Skömmu eftir ráðast þær á einn innganginn leynibúðanna og brýst út mikill bardagi er uppreisnarmennirnir reyna að komast út úr öðrum endanum. Þá byrtist Metal Garurumon X, sem hefur öðlast nýtt líf á einhvern hátt og ræðst á skepnurnar til að gefa hinum digimonunum tíma til að flýja. En þegar þau fyrstu komast að hinum endanum sjá þau að þar er einnig allt fullt af þessum skepnum og virðist allt útgangslaust. En loks kemst War Greymon X á staðinn og hefst nú einnig mikill bardagi á þeim enda af hellinum. Nú komust allir í gegnum hellinn, einnig Wizarmon, sem hefur borið meðvitundalausan DORUgamon allan tíman og Metal Garurumon X. Loks vaknar DORUgamon þegar þau, Tokomon X, hittast aftur. Nú hryggist hann yfir bardagann í kringum sig og þróast í DORUgremon. Til furða allra er horfðu á og honum sjálfum til mikillar skelfingar lítur DORUgremon næstum alveg eins út og skepnurnar. Enda hefur Yggdrasil notað gögnin hans til að búa þau til. Hann ræðst þó á skepnurnar og vekur það enn meiri furða hjá uppreisnarmönnunum. Á þeirri stundu koma fleiri þúsundir skepna til að bætast í slagið. Þá birtist Dukemon, sem hlotið hefur X-antibody í gagnageiminum og er nú Dukemon X, til að stöðva þau. Meðan hann berst við skepnurnar leiða War Greymon X og Metal Garurumon X hina digimonana burt. Dukemon X opnar hlið fyrir DORUgremon til Yggdrasils.

Áður en DORUgremon kemst til Yggdrasils verður hann að sigra Omegamon. En hann vill ekki berjast þó að Omegamon heldur áfram árásum sínum. DORUgremon þróast nú í Alphamon, sem er foringi konunglega riddaranna. Omegamon gengur til liðs við hann, þrátt fyrir aðvörunarorð Magnamons. Þegar Alphamon og Omegamon setja fót í veröld Yggdrasils byrjar sá að leysa upp stafræna heiminn. Í þessari veröld hitta þau á Death-X DORUghoramon, er ræðst á konunglegu riddarana. Þegar Alphamon skýtur hann virðist hann vera eyddur en breytist þó í Death-X-mon þegar þeir eru farnir á næsta stigið. Alphamon, sem hefur farið í Ultimate War Blade King Dragon Sword útfærslu og Omegamon eru komnir að kjarna Yggdrasils og átala hann. En hann kýs að svara ei. Þegar þau ráðast á Yggdrasil birtist Death-X-mon til að verja hann. Alphamon hefur komist að því að Death-X-mon og hann sjálfur eru eitt. Tvær hliðir sama hluts. Þá notar hann sverð sitt til að vígja sjálfan sig, Death-X-mon og kjarna Yggdrasils í sama höggi. Alphamon og Death-X-mon renna saman og verða aftur að DORUmon. Omegamon höggvar Yggdrasil endanlega. Úr stafræna heiminum, sem eytt hefur verið, myndast nýr heimur þar sem digimonarnir geta lifað. Að myndinni loknu eru DORUmon og Tokomon X sameinaðir á ný.