Fara í innihald

Ebró-fljót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Ebró)
Vatnasvið Ebró.
Ebró við Zaragoza.
Ós Ebró.

Ebró-fljót (katalónska: Ebre) er fljót á austur-Spáni. Ebró er næstlengsta fljót Íberíuskaga, 928 km, á eftir Tagus og á hún upptök sín í fjöllum Kantabríu. Fljótið liggur í gegnum ýmsa bæi og borgir, þar á meðal Logroño og Zaragoza og rennur til sjávar í Katalóníu. Við óshólmana er verndað votlendissvæði Parc Natural del Delta de l'Ebre (stofnað 1986). Ofarlega í ánni eru stíflur og uppistöðulón.

Orrustan við Ebró var um 4 mánaða bardagi árið 1938 í Spænska borgarastríðinu við fljótið þar sem tugþúsundir létust.