Eden Hazard
Eden Hazard | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Eden Michael Hazard | |
Fæðingardagur | 7. janúar 1991 | |
Fæðingarstaður | La Louvière, Belgía | |
Hæð | 1,73m | |
Leikstaða | Vængmaður, Sóknarmaður | |
Yngriflokkaferill | ||
1995-2002 2003-2005 2005-2007 |
Royal Stade Brainois Tubize Lille OSC | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2007-2012 | Lille OSC | 147 (36) |
2012-2019 | Chelsea FC | 245 (85) |
2019-2023 | Real Madrid | 54 (4) |
Landsliðsferill | ||
2006 2006 2006-2008 2007-2009 2008-2022 |
Belgía U15 Belgía U16 Belgía U17 Belgía U19 Belgía |
5 (1) 4 (2) 17 (2) 11 (6) 126 (33) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Eden Hazard (fæddur 7. janúar 1991) er belgískur fyrrum knattspyrnumaður. Hann var fjölhæfur leikmaður sem gat spilað sem leikstjórnandi á miðjunni og á báðum vængjum vallarins. Hazard var í bronsliði Belga á HM 2018 og átti stóran þátt í árangri liðsins. Hann sagði skilið við landsliðið eftir slakt gengi Belgíu á HM 2022.
Hazard var seldur frá franska félaginu Lille OSC til Chelsea F.C. árið 2012. Hann vann úrvalsdeildina tvisvar sinnum, evrópukeppnina tvisvar, enska bikarinn og deildabikarinn með félaginu. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar 2014-15. [1] Hann var með Chelsea til 2019 en fór þá til Real Madrid. Það var draumur hans sem drengur að spila með Real. [2] Þrátt fyrir að hafa unnið spænska titilinn með Real 2020 var tímabil Hazards litað af meiðslum og í þeim leikjum sem hann spilaði náði hann ekki að skapa mörk líkt og hjá Chelsea. Hann náði sér ekki á strik með Real síðar og var vera hans þar vonbrigði. Hann yfirgaf félagið í júní 2023. Hazard lagði skóna á hilluna haustið sama ár aðeins 32 ára.
Yngri bræður Edens, Kylian og Thorgan, spila einnig knattspyrnu í efstu deildum Evrópu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hazard: Stærsta og erfiðasta ákvörðun ferilsins Fótbolti.net, skoðað 7. júní, 2019.
- ↑ Eden Hazard torn between Chelsea deal and 'dream' Real Madrid move BBC, skoðað 8. okt. 2018.