Fjón
Útlit
Fjón (danska: Fyn) er önnur til þriðja stærsta eyja Danmerkur, eftir því hvort Vendsyssel-Thy teljist eyja eða hluti af meginlandi Jótlands. Fjón er 2.984,56 km² að flatarmáli og er íbúafjöldi þess 466.284 (2015). Höfin umhverfis Fjón eru Suður-Fjónska Eyjahafið, Litlabelti, Kattegat, Stórabelti og Lundborgarbeltið. Eyjarnar umhverfis Fjón eru Langeland, Thurø, Tåsinge, Æbelø, Ærø ásamt 90 öðrum smáeyjum.
Kaupstaðir á Fjóni eftir íbúafjölda:
- Óðinsvé: 152.060
- Svendborg: 27.199
- Nyborg: 16.043
- Middelfart: 13.645
- Fåborg: 7.234
- Assens: 5.965
- Kerteminde: 5.775
- Bogense: 3.499
Hæsti punktur Fjóns er Frøbjerg Bavnehøj, 131 metrum yfir sjávarmáli. Ekkert er hægt að segja með vissu um orðsifjafræði heitisins og er það eitt lakast útskýrða störa örnefni í Danmörku. Helst er giskað á tengsl við -fé.