Fljúgandi snákur
Fljúgandi snákur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Chrysopelia ornata
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||||||
Chrysopelea ornata |
Fljúgandi snákur (fræðiheiti: Chrysopelea) er ættkvísl trjásnáka sem lifa í Suður- og Suðaustur-Asíu. Þegar þeir liggja kyrrir eru þeir ómerklegir, en þeir geta klifrað upp tré, og eins og nafnið gefur til kynna þá stökkva þeir fram af grein og fletja út allan líkama sinn og svífa.
Vísindamenn eru ekki vissir um hvers vegna snákarnir fljúga en þó er talið líklegast að þeir geri það til þess að sleppa frá rándýrum.
Svifarar
[breyta | breyta frumkóða]Það sem gerir þeim kleift að svífa er að þeir sjúga inn magann sinn og fletja út rifbeinin sín og þá verður líkami þeirra U-laga sem veldur því að þeir svífi. Í loftinu er eins og þeir syndi, þar sem þeir hlykkjast í S-lag niður. Þeir geta flogið allt að 100 metra. Lendingin er yfirleitt ekki vel æft, þó meiða þeir sig ekki neitt.
Fæða
[breyta | breyta frumkóða]Þeir éta yfirleitt það sem þeir finna svo sem eðlur, froska og leðurblökur.
Afbrigði
[breyta | breyta frumkóða]Snákarnir verða allt frá 61 cm og allt að 1,2 m að lengd, lítið er vitað um hegðun þeirra í óbyggðum. En til eru fimm tegundir af fljúgandi snákum:
- Gullinn trjásnákur (Chrysopelea ornata)
- Paradísartrjásnákur (Chrysopelea paradisi)
- Röndóttur trjásnákur (Chrysopelea pelias)
- Srílanskur trjásnákur (Chrysopelea taprobanica), frá Srí Lönku
- Chrysopelea rhodopleuron, frá Ambon og Súlavesí í Indónesíu
Bitið
[breyta | breyta frumkóða]Bitið þeirra er ekki banvænt mönnum nema ef viðkomandi er með ofnæmi en það er nóg til þess að drepa litla froska.