Fara í innihald

Frumlag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frumlag (skammstafað sem frl. eða fruml.) er hugtak í málfræði. Frumlag er fallorð, fallsetning, fallháttur eða bein ræða sem stendur alltaf í nefnifalli, og gerir það sem sögnin segir.

Frumlag er gerandinn í setningunni- þ.e.a.s. frumlag táknar þann sem gerir (er eða verður) það sem umsögnin segir.

Auðvelt er að finna frumlagið með því að spyrja „hver gerði“ það sem sögnin segir.

Ópersónuleg frumlög

[breyta | breyta frumkóða]

Frumlög ópersónulegra sagna eru aldrei í nefnifalli og skiptast í tvo hópa; aukafallsfrumlög og gervifrumlagiðþað“ (einnig leppur eða aukaliður).

Aukafallsfrumlög skiptast í:

  • Þolfallsfrumlög sem eru frumlög í þolfalli (mig langar, mig svíður í sárið, mig brestur kjark)
  • Þágufallsfrumlög sem eru frumlög í þágufalli (mér stendur á sama, mér svíður tjónið, mér líst vel á þetta)
  • Eignarfallsfrumlög eru mjög sjaldgæf frumlög í eignarfalli (hér gætir drauga, þess kennir víða, þess þarf ekki)

Aukafallsfrumlag er stundum nefnt frumlagsígildi.

Dæmi um gervifrumlag er orðið „það“ í setningunni „það snjóaði lítið í vetur“ en þegar gervifrumlaginu er sleppt kallast það frumlagseyða: „nú snjóar lítið“.

  • Húsfreyjan eldaði matinn. (hver eldaði matinn?)
  • Allir eru duglegir. (hverjir eru duglegir?)
  • Maðurinn lærði bókina vel. (hver lærði bókina vel?)
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.