Fyrirboði
Útlit
Fyrirboði (teikn, forboði, undanboði eða fyrirfurða) er fyrirbæri eða atburður sem boðar óorðinn hlut, þ.e. veit á eitthvað annað sem á eftir að gerast, oftast í náinni framtíð. Fyrirboði er því einhverskonar spá eða viðvörun um eitthvað sem á eftir að gerast. Þó orðið jarteikn sé notað í sumum norðurlandamálum um fyrirboða, er ekki svo í íslensku.
Fyrirboðar geta verið góðir og slæmir. Talað er um illan fyrirboða um eitthvað sem boðar illt en slíkur fyrirboði er einnig nefndur, illsviti, argspæingur eða váboði.