Fara í innihald

Grískir tölustafir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grískir tölustafir er talnakerfi sem rekur upphaf sitt til Grikklands. Kerfið sem notað var til forna var örlítið breytt á miðöldum til að mynda kerfið sem notað er enn í dag.

Það byggist á ákveðnum bókstöfum sem gefnum hefur verið töluleg gildi:

Grískt stafróf
Bókstafur Grískt nafn Hljóð Gildi
Αα αλφα [a] 1
Ββ βῆτα [b] 2
Γγ γάμμα [g] 3
Δδ δέλτα [d] 4
Εε εψιλόν [e] 5
Ϝϝ (Ϛϛ) βαυ (στίγμα) [w] ([st]) 6
Ζζ ζῆτα [zd] 7
Ηη ἦτα [ɛː] 8
Θθ θῆτα [tʰ] 9
Ιι ιῶτα [i] 10
Κκ κάππα [k] 20
Λλ λάμβδα [l] 30
Μμ μῦ [m] 40
Νν νῦ [n] 50
Ξξ ξῖ [ks] 60
Οο ομικρόν [o] 70
Ππ πῖ [p] 80
Ϟϟ κόππα [q] 90
Ρρ ρῶ [r] 100
Σσ σίγμα [s] 200
Ττ ταῦ [t] 300
Υυ υψιλόν [y] 400
Φφ φῖ [pʰ] 500
Χχ χῖ [kʰ] 600
Ψψ ψῖ [ps] 700
Ωω ωμέγα [ɔː] 800
Ϡϡ σαμπῖ [ss] 900

Grískir tölustafir eru víða notaðir í dag, svo sem í tölusettum listum, klukkum, blaðsíðunúmerum á undan aðalefni bókar, tölusetningu framhaldsmynda, tölusetningu ritverka í meira en einu bindi, kaflanúmer í bók og tölusetningu sumra íþróttaleika, eins og til dæmis Ólympíuleikanna. Einnig eru grískir tölustafir iðulega notaðir til þess að tákna ártöl, svo sem útgáfuár bóka.

Reglur um grísku tölurnar eru þannig, að sé stafur með lægra gildi á undan staf með hærra gildi, þá er sá lægri dreginn frá hinum hærri. Annars er lagt saman. Það er dálítið á reiki hvort notaðir eru hástafir eða lágstafir.