Gulafljót
Útlit
Gulafljót (eða Gulá) er næstlengsta fljót í Kína (á eftir Jangtse-fljóti) og sjötta lengsta fljót í heimi. Lengd Gulafljótsins er áætluð 5464 kílómetrar (eða 3395 mílur). Fljótið á upptök sín í Bayan Har-fjöllum í Qinghai-héraði í Kína, það rennur í gegnum níu héruð og út í Bóhaíhaf. Fljótið er oft nefnt „vagga kínverskrar menningar“ en kínversk menning á rætur að relja til svæða við árbakka Gulafljótsins.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gula fljótinu.