Isabel Allende
Isabel Angélica Allende Llona (f. 2. ágúst 1942) er chileskur rithöfundur sem sló í gegn á heimsvísu með skáldsögunni Hús andanna frá 1982. Hún er oft kennd við töfraraunsæið en tilheyrir samt kynslóð suðuramerískra rithöfunda sem kom fram eftir uppgangskynslóðina. Bækur hennar byggjast á hennar eigin reynslu, eru skrifaðar út frá sjónarhorni kvenna og flétta saman goðsögum og raunsæi. Aðrar bækur hennar sem komið hafa út á íslensku eru meðal annars Ást og skuggar frá 1985, Eva Luna frá 1987, Eva Luna segir frá frá 1989, Á slóð skepnunnar frá 2002 og Ríki gullna drekans frá 2004.
Allende hefur verið nefnd mest lesni höfundur á spænska tungu.[1] Árið 2004 var hún tekin inn í Bandarísku listaakademíuna[2] og árið 2010 fékk hún bókmenntaverðlaun Chile.[3] Hún hefur búið í Kaliforníu frá 1989 og fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 1993.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Latin American Herald Tribune - Isabel Allende Named to Council of Cervantes Institute“. Latin American Herald Tribune. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. apríl 2011. Sótt 11. nóvember 2017. „MADRID – Spain's Cabinet announced Friday the appointment of Isabel Allende, the world's most widely read Spanish-language author, to the Council of the Cervantes Institute, whose mission is promoting the language, literature and culture of the Iberian nation.“
- ↑ „American Academy of Arts and Letters – Current Members“. Artsandletters.org. Afrit af upprunalegu geymt þann 24. júní 2016. Sótt 21. desember 2012.
- ↑ „Isabel Allende gana el Premio Nacional de Literatura tras intenso lobby | Cultura“. La Tercera. 1. janúar 1990. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2013. Sótt 21. desember 2012.