Fara í innihald

Jónína Leósdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónína Leósdóttir (f. 16. maí 1954) er íslenskur rithöfundur og blaðamaður.

Foreldrar Jónínu eru Leó Eggertsson aðalféhirðir og kona hans Fríða Björg Loftsdóttir húsmóðir.[1] Jónína á einn son, Gunnar Hrafn Jónsson fyrrverandi alþingismann með fyrrum eiginmanni sínum Jóni Ormi Halldórssyni. Eiginkona Jónínu er Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra.

Nám og störf

[breyta | breyta frumkóða]

Jónína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og stundaði nám í listasögu og málvísindum við Essex háskóla í Bretlandi veturinn 1975-1976. Hún lauk BA prófi í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1984.

Jónína var starfsmaður þingflokks Bandalags jafnaðarmanna frá 1984-1985 og varaþingmaður flokksins frá 1983-1987, blaðamaður á Helgarpóstinum 1985-1988, ritstjóri vikublaðsins Pressunnar frá 1988-1990 og ritstjórnarfulltrúi tímaritsins Nýtt líf frá 1990-2005. Frá ársbyrjun 2006 hefur Jónína helgað sig ritstörfum og gefið út fjölda bóka.

  • 1998 - Guð almáttugur hjálpi þér. Æviminningur sr. Sigurðar Hauks Guðjónssonar.
  • 1992 - Rósumál. Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur.
  • 1993 - Sundur og saman (unglingabók)
  • 1994 - Þríleikur (skáldsaga)
  • 2007 - Talað út um lífið og tilveruna (greinasafn)
  • 2007 - Kossar og ólífur (unglingabók)
  • 2008 - Svart & hvítt (unglingabók)
  • 2009 - Ég & þú (unglingabók)
  • 2010 - Elskar mig, elskar mig ekki (smásögur)
  • 2010 - Allt fínt en þú? (skáldsaga)
  • 2011 - Upp á líf og dauða (unglingabók)
  • 2012 - Léttir: Hugleiðingar harmónikkukonu
  • 2013 - Við Jóhanna
  • 2014 - Bara ef... (skáldsaga)
  • 2015 - Konan í blokkinni (skáldsaga)
  • 2016 - Stúlkan sem enginn saknaði (skáldsaga)
  • 2017 - Óvelkomni maðurinn (skáldsaga)
  • 2019 - Barnið sem hrópaði í hljóði (skáldsaga)
  • 2020 - Andlitslausa konan (skáldsaga)
  • 1995 - Að vera eða vera ekki
  • 1996 - Frátekið borð
  • 1997 - Leyndarmál
  • 1998 - Lófalestur
  • 1998 - Símastefnumót
  • 2000 - Það heilaga
  • 2000 - Koddahjal
  • 2000 - Helgarferð
  • 2000 - Fyrsta nóttin
  • 2002 - Stundarbrjálæði
  • 2002 - Stóra stundin
  • 2006 - Hér er kominn maður
  • 2006 - Kata. Einleikur
  • 2006 - Guðmundur. Einleikur
  • 2009 - Faraldur[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]


  1. Alþingi, Æviágrip - Jónína Leósdóttir (skoðað 21. júní 2019)
  2. Bokmenntaborgin.is, „Jónína Leósdóttir“ (skoðað 21. júní 2019)