Kalíníngradfylki
Útlit
Kaliníngradfylki (rússneska: Калинингра́дская о́бласть) er fylki (oblast) í Rússlandi. Höfuðstaður fylkisins er Kaliníngrad. Íbúafjöldi var rúmlega milljón árið 2021.
Litháen og Pólland umlykja Kaliníngradfylki og það á ekki landtengingu við önnur rússnesk svæði. Það tilheyrði Þýskalandi fram til loka síðari heimsstyrjaldar. Fylkið er neft eftir Míkhaíl Kalínín sovétleiðtoga.