Kit Connor
Kit Connor | |
---|---|
Fæddur | Kit Sebastian Connor 8. mars 2004 |
Störf | Leikari |
Ár virkur | 2013–í dag |
Kit Sebastian Connor (f. 8. mars 2004) er breskur leikari. Hann hóf leiklistarferilinn ungur að aldri og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Get Santa (2014) og Little Joe (2019). Þá lék hann einnig ungan Elton John í kvikmyndinni Rocketman (2019). Connor hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttum eins og Rocket' Island (2014-2015) og talar fyrir eina af aðalpersónum í BBC One og HBO þáttunum His Dark Materials. Lang þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem Nick Nelson í Netflix þáttunum Heartstopper (2022) en hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þáttunum.
Leiklistarferill
[breyta | breyta frumkóða]Connor kom fyrst fram á skjánum 8 ára gamall í litlum hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum. Fyrsta stóra hlutverkið var í jólamyndinni Get Santa árið 2014. Sama ár lék hann í sjónvarpsþáttunum Rocket's Island.
Connor lék Petya Rostov í sjónvarpsþáttum sem byggja á sögunni Stríð og friður eftir Tolstoy.
Árið 2018 lék hann hlutverk í kvikmyndunum The Mercy, The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society og Slaughterhouse Rulez auk þess sem hann lék stórt hlutverk í sjónvarpsmyndinni Grandpa's Great Escape sem byggir á bók eftir David Walliams.
Árið 2019 lék Connor unglinginn Elton John í söngmyndinni Rocketman og Joe Woodard í myndinni Little Joe. Sama ár byrjaði hann að tala fyrir persónuna Pantalaimon í fantasíuþáttunum His Dark Materials.
Í apríl 2021 var það tilkynnt að Kit Connor myndi leika aðalhlutverk á móti Joe Locke í Netflix þáttunum Heartstopper sem byggja á samnefndum sögum eftir Alice Oseman sem hafa notið mikilla vinsælda. Upphaflega fór hann í prufur fyrir persónuna Charlie (sem Locke leikur) en endaði á því að hreppa hitt aðalhlutverkið sem persónan Nick.
Haustið 2024 þreytti Connor frumraun sína á Broadway í uppfærslu á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare þar sem hann fór einmitt með hlutverk Rómeó.
Persónulegt líf
[breyta | breyta frumkóða]Í október 2022 birti Connor póst á samfélagsmiðlinum X þar sem hann tilkynnti að hann væri tvíkynhneigður. Það gerði hann eftir stöðuga áreitni frá fólki á netinu sem hafði ásakað hann um að beita "queerbaiting" (hefur verið þýtt sem hýrginning á íslensku). Connor hafði tilkynnt í viðtali nokkrum mánuðum áður að hann hefði ekki áhuga á að skilgreina kynhneigð sína opinberlega. Á Twitter gagnrýndi hann svokallaða aðdáendur fyrir það að þvinga 18 ára gamlan strák út úr skápnum og í kjölfarið eyddi hann Twitter aðgangi sínum.
Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við Connor þeirra á meðal höfundur Heartstopper bókanna Alice Oseman; samleikarar hans úr þáttunum Joe Locke, Sebastian Croft, Kizzy Edgell og Olivia Coleman; blaðamaðurinn Mark Harris og Nadia Whittome, þingmaður verkamannaflokksins.
Kvikmyndir og þættir
[breyta | breyta frumkóða]Ár | Titillinn | Hlutverk |
---|---|---|
2013 | An Adventure in Space and Time | Charlie |
Casualty | Barnaby Lee | |
Chickens | Clem | |
2014 | Get Santa | Tom Anderson |
2014-2015 | Rocket's Island | Archie Beckles |
2015 | Mr. Holmes | Drengur |
The Frankenstein Chronicles | Joey | |
2016 | Grantchester | Charlie Jones |
War & Peace | Petya Rostov | |
2017 | The Mercy | Simon Crowhurst |
SS-GB | Bob Sheenan | |
2018 | The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society | Eli Ramsey |
Ready Player One | Krakki | |
Slaughterhouse Rulez | Wootton | |
Grandpa's Great Escape | Jack | |
2019 | Little Joe | Joe Woodard |
Rocketman | Ungur Reginald Dwight | |
2019-2022 | His Dark Materials | Pantalaimon (talsetning) |
2022- | Heartstopper | Nick Nelson |
2024 | The Wild Robot | Brightbill (talsetning) |
Væntanlegt | A Cuban Girl's Guide to Tea and Tomorrow | Orion Maxwell |
Væntanlegt | One Of Us | Youngest |
Væntanlegt | Warfare |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Kit Connor“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 25. febrúar 2023.