Fara í innihald

Kit Connor

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kit Connor
Kit Connor árið 2022
Fæddur
Kit Sebastian Connor

8. mars 2004 (2004-03-08) (20 ára)
StörfLeikari
Ár virkur2013–í dag

Kit Sebastian Connor (f. 8. mars 2004) er breskur leikari. Hann hóf leiklistarferilinn ungur að aldri og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Get Santa (2014) og Little Joe (2019). Þá lék hann einnig ungan Elton John í kvikmyndinni Rocketman (2019). Connor hefur einnig komið fram í sjónvarpsþáttum eins og Rocket' Island (2014-2015) og talar fyrir eina af aðalpersónum í BBC One og HBO þáttunum His Dark Materials. Lang þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem Nick Nelson í Netflix þáttunum Heartstopper (2022) en hann hlaut Emmy-verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í þáttunum.

Leiklistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Connor kom fyrst fram á skjánum 8 ára gamall í litlum hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum. Fyrsta stóra hlutverkið var í jólamyndinni Get Santa árið 2014. Sama ár lék hann í sjónvarpsþáttunum Rocket's Island.

Connor lék Petya Rostov í sjónvarpsþáttum sem byggja á sögunni Stríð og friður eftir Tolstoy.

Árið 2018 lék hann hlutverk í kvikmyndunum The Mercy, The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society og Slaughterhouse Rulez auk þess sem hann lék stórt hlutverk í sjónvarpsmyndinni Grandpa's Great Escape sem byggir á bók eftir David Walliams.

Árið 2019 lék Connor unglinginn Elton John í söngmyndinni Rocketman og Joe Woodard í myndinni Little Joe. Sama ár byrjaði hann að tala fyrir persónuna Pantalaimon í fantasíuþáttunum His Dark Materials.

Í apríl 2021 var það tilkynnt að Kit Connor myndi leika aðalhlutverk á móti Joe Locke í Netflix þáttunum Heartstopper sem byggja á samnefndum sögum eftir Alice Oseman sem hafa notið mikilla vinsælda. Upphaflega fór hann í prufur fyrir persónuna Charlie (sem Locke leikur) en endaði á því að hreppa hitt aðalhlutverkið sem persónan Nick.

Haustið 2024 þreytti Connor frumraun sína á Broadway í uppfærslu á Rómeó og Júlíu eftir Shakespeare þar sem hann fór einmitt með hlutverk Rómeó.

Persónulegt líf

[breyta | breyta frumkóða]

Í október 2022 birti Connor póst á samfélagsmiðlinum X þar sem hann tilkynnti að hann væri tvíkynhneigður. Það gerði hann eftir stöðuga áreitni frá fólki á netinu sem hafði ásakað hann um að beita "queerbaiting" (hefur verið þýtt sem hýrginning á íslensku). Connor hafði tilkynnt í viðtali nokkrum mánuðum áður að hann hefði ekki áhuga á að skilgreina kynhneigð sína opinberlega. Á Twitter gagnrýndi hann svokallaða aðdáendur fyrir það að þvinga 18 ára gamlan strák út úr skápnum og í kjölfarið eyddi hann Twitter aðgangi sínum.

Fjöldi fólks lýsti yfir stuðningi við Connor þeirra á meðal höfundur Heartstopper bókanna Alice Oseman; samleikarar hans úr þáttunum Joe Locke, Sebastian Croft, Kizzy Edgell og Olivia Coleman; blaðamaðurinn Mark Harris og Nadia Whittome, þingmaður verkamannaflokksins.

Kvikmyndir og þættir

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Titillinn Hlutverk
2013 An Adventure in Space and Time Charlie
Casualty Barnaby Lee
Chickens Clem
2014 Get Santa Tom Anderson
2014-2015 Rocket's Island Archie Beckles
2015 Mr. Holmes Drengur
The Frankenstein Chronicles Joey
2016 Grantchester Charlie Jones
War & Peace Petya Rostov
2017 The Mercy Simon Crowhurst
SS-GB Bob Sheenan
2018 The Guernsey Literary and Potato Peel Pie Society Eli Ramsey
Ready Player One Krakki
Slaughterhouse Rulez Wootton
Grandpa's Great Escape Jack
2019 Little Joe Joe Woodard
Rocketman Ungur Reginald Dwight
2019-2022 His Dark Materials Pantalaimon (talsetning)
2022- Heartstopper Nick Nelson
2024 The Wild Robot Brightbill (talsetning)
Væntanlegt A Cuban Girl's Guide to Tea and Tomorrow Orion Maxwell
Væntanlegt One Of Us Youngest
Væntanlegt Warfare