Fara í innihald

Nintendo

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Logo

Nintendo er fyrirtæki sem hannar og gefur út tölvuleiki og leikjatölvur.

Leikjatölvur

[breyta | breyta frumkóða]

Nintendo Entertainment System (NES)

[breyta | breyta frumkóða]
Nintendo Entertainment System.

Nintendo Entertainment System, eða NES, er 8-bita leikjatölva gefin út af Nintendo í Norður-Ameríku, Brasilíu, Evrópu, Asíu og Ástralíu. Japanska útgáfan er kölluð Famicom. Nes er vinsælasta leikjatölva síns tíma í Asíu og Norður-Ameríku. Nintendo segjast hafa selt 60 milljón NES eintaka um allan heim.

Super Nintendo Entertainment System (SNES)

[breyta | breyta frumkóða]
Super Nintendo Entertainment System.

Super Nintendo Entertainment System, einnig þekkt sem Super Nintendo, Super NES eða SNES, er 16-bita leikjatölva gefin út af Nintendo í Norður-Ameríku, Brasilíu, Evrópu og Ástralíu. Í Japan er hún þekkt sem Super Famicom. Í Suður-Kóreu er hún þekkt sem Super Comboy.

SNES var önnur leikjatölva Nintendo á eftir Nintendo Entertainment System.

SNES hefur verið seld í yfir 49 milljón eintökum um allan heim.

Nintendo 64

[breyta | breyta frumkóða]
Nintendo 64.

Nintendo 64, oftast kölluð N64, er þriðja leikjatölva Nintendo fyrir alþjóðlegan markað. Hún var gefin út með þrem leikjum í Japan (Super Mario 64, Pilotwings 64 og Saikyō Habu Shōgi) en aðeins tveim leikjum í Norður-Ameríku og PAL löndunum (Super Mario 64 og Pilotwings 64). Aðrir leikir eru meðal annars tveir Legend of Zelda leikir, GoldenEye 007 og Star Fox 64 (einnig þekktur sem Lylat Wars).

Nintendo 64 hefur selst í yfir 32.93 milljónum eintökum þann 31. mars 2005.

GameCube (NGC)

[breyta | breyta frumkóða]
Nintendo GameCube.

GameCube var fjórða leikjatölva Nintendo, í sjöttu kynslóð leikjatölva sem sagt sömu kynslóð og Dreamcast frá Sega, PlayStation 2 frá Sony og Xbox, frá Microsoft. GameCube var ódýrust af þeirri kynslóð. Hún var fyrsta leikjatölva Nintendo til að nota diska.

Nintendo GameCube hefur selst í yfir 21.20 milljón eintökum 30. september 2006.

Nintendo Wii.

Wii er leikjatölva frá Nintendo. Hún tilheyrir sjöundu kynslóð leikjatölva. Opinbera leyninafnið var "Revolution" sem þýðir bylting.

Aðalmöguleiki Wii er þráðlausi stýripinninn, eða Wii fjarstýringin sem skynjar hreyfingu í þrívíðu umhverfi. Stýripinninn kemur með Nunchuk sem er viðbót við hann sem skynjar einnig hreyfingu. Stýripinninn er einnig með hátalara,hallaskynjara og hristing og hægt er að slökkva á tölvunni með stýripinnanum. Leikjatölvan er einnig með WiiConnect24 sem er alltaf kveikt á þó það sé slökkt á vélinn og tekur lítið rafmagn. Þó er hægt að taka það af og á hvernær sem maður vill. Með leikjatölvunni fylgir Wii Sports. Í Japan fylgir leikurinn ekki með en hægt er að kaupa hann sér. Wii hefur selt yfir 3 milljón eintök 10. janúar 2007.

Game Boy línan

[breyta | breyta frumkóða]
GameBoy Advance SP.

Game Boy línan er handleikjatölva með batteríi og er gefinn út af Nintendo. Það er ein af mest seldu leikjatölvu línu, með meira en 188 milljón eintök seld um allann heim. Upprunalega Game Boy (leikjatölva) hefur selst í 70 milljón eintökum, meðan Game Boy Color hefur selst í 50 milljón eintökum. Game Boy Advance hefur náð að seljast í yfir 76.79 milljón eintökum 30. september 2006. Einnig eru til Game Boy SP og Game Boy Micro.

Nintendo DS/DS Lite

[breyta | breyta frumkóða]
Nintendo DS Lite.

Nintendo DS (oft skammstafað DS eða NDS), er leikjatölva frá Nintendo í lófastærð sem hefur tvo skjái. Hún var gefin út árið 2004. Nafnið "DS" stendur fyrir enska heitið "Dual-Screen" ("tveggja-skjáa") eða "Developers' System" ("þróunar kerfi"). Hönnunin á DS líkist skel en hún getur opnast of lokast lárétt (sbr. Game Boy Advanced SP og Game & Watch). Árið 2006 var DS endurhönnuð, og gefin út undir nafninu DS Lite.

Nintendo 3DS/2DS

[breyta | breyta frumkóða]

Nintendo 3DS (oft skammstafað 3DS), er nýjasta leikjatölva Nintendo í lófastærð. Líkt og forveri sinn, Nintendo DS, hefur 3DS tvo skjái, en hún getur einnig spilað leiki í þrívídd án gleraugna. Tölvan kom út árið 2011, en árið 2013 kom út ódýrari útgáfa af vélinni sem nefnist Nintendo 2DS. Líkt og nafnið gefur til kynna er ekki hægt að spila leiki með þrívídd stillta á.

Nintendo Wii U

[breyta | breyta frumkóða]

Nintendo Wii U er nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, en hún markar fyrsta skiptið sem Nintendo tölva spilar leiki í HD upplausn. Tölvan er best þekktust fyrir fjarstýringu sína sem svipar til lófatölvu, en þar er stór skjár í miðjunni sem á að gera spilun tölvuleikja nýstárlega. Tölvan kom út árið 2012, en hefur hingað til selst mjög illa samanborið við allar aðrar leikjatölvur frá Nintendo.