Notandaspjall:Masae
Fínir Grænlandsstubbar
[breyta frumkóða]Alveg frábært hjá þér að skrifa þessa stubba um staði á Grænlandi. Ég er eins og flestir Íslendingar, veit lítið meira um Grænland heldur en bara hvar það er og því er svona fróðleikur vel þeginn. --Mói 20:22, 18 október 2006 (UTC)
Takk fyrir það, það er um að gera að gera sitt besta ;=) Masae 19:29, 20 október 2006 (UTC)
Takk fyrir að bæta við rostunginn - og megi einhver gefa þér kraft að skrifa fleiri greinar og bæta þær sem eru stubbar. - Aðdáandi Wikipedíu. p.s. Og ef þú ert kennari ættirðu að reyna virkja alla nemendur þína til að starfa að því að gera wikipedíu betri.
- Þakka þér fyrir fyrir. En því miður eru nemendur mínir ekki einu sinni slarkfærir á íslensku ;-)) Masae 16:00, 20 mars 2007 (UTC)
Landselur - veiði og nyt
[breyta frumkóða]Ég bætti aðeins við greinina. Thvj 11:59, 5 apríl 2007 (UTC)
Ferðast
[breyta frumkóða]Varstu í Norður-Kóreu? Hvenær, af hverju, hvernig? Og þú bjóst í Láos? Ertu íslendingur eða svíi? Mig langar að tala við þig. --Girdi 11. maí 2008 kl. 17:41 (UTC)
- Jú, ég hef verið tvisvar í Norður-Kóreu í sambandi við vinnu fyrir um það bil einum áratug. Ég bjó um tíma í Laos og er þar öðru hvoru, einnig í sambandi við vinnu. Það er nú matsatriði hvort ég er Íslendingur eða Svíi, ég hef búið nokkurnveginn jafn lengi á Íslandi og í Svíþjóð og þar að auki í allmörg ár í öðrum löndum. Masae 14. maí 2008 kl. 19:33 (UTC)
Help me pls
[breyta frumkóða]I am from Bulgarian Wiki. Help me: how to pronounce it: "Þuríður Sturludóttir". Please for English transcription. --Uroboros 21. júní 2008 kl. 20:06 (UTC)
- thureethur sturludowtir , the letter u is in Icelandic pronounced as in English circus (or more accurate like u in French dieu); ð th as in the and Þ th as in thing. Masae 21. júní 2008 kl. 20:20 (UTC)
- Thanks a lot --Uroboros 21. júní 2008 kl. 20:23 (UTC)
- thureethur sturludowtir , the letter u is in Icelandic pronounced as in English circus (or more accurate like u in French dieu); ð th as in the and Þ th as in thing. Masae 21. júní 2008 kl. 20:20 (UTC)
Hvalagreinar
[breyta frumkóða]Það er dugnaður í þér að skrifa svona mikið um hvali við Íslandsstrendur. Kannski er hægt að gera eina eða tvær að gæðagreinum með tíð og tíma. --Cessator 20. apríl 2009 kl. 19:03 (UTC)
- Mér finnst ágætt að taka þetta í skorpum þegar ég hef tíma. Annars er það nú að mínu mati eitt það nauðsynlegasta fyrir íslensku Wikipediu að hafa sæmilega vel útfærðar greinar og sem fæsta stubba. En sjálfur liggur þú ekki heldur í leti ;=)) Masae 20. apríl 2009 kl. 20:07 (UTC)
Translation of a short story
[breyta frumkóða]Hi my friend!
I would like to request something from you. Yes, translation. I hope, it's not a bad thing for you. Some years ago I wrote a (really) short story about a lonely man (actually symbolized the Saami nation). I translated into some languages and I thought, it would be great to have it more, like also in Íslenksu. I made this page, the English translation is somewhere there. You can put the Íslensku translation there. Thank you again! Sorry for my disturb... -hu:User:Eino81
Hreintungustefna
[breyta frumkóða]Í umræðum um Hawaii þá vænir þú mig um að aðhyllast s.k. hreintungustefnu, sem er víðs fjarri. Ég vil aðeins að við notum íslensk heiti yfir lönd og borgir, þar sem þau hafa náð hylli í málinu, t.d. Kaupmannahöfn, Ósló, Bandaríkin o.s.frv. - Sem íslenskur kennari og fræðimaður geturðu varla verið mér ósammála að þessu leyti? Thvj 13. febrúar 2010 kl. 18:19 (UTC)
- Sæll vertu. Nei ég er ekki að saka þig um hreintungustefnu enda veit ég ekkert um þig. Ég vissi reyndar ekki heldur að hreintungustefna væri skammaryrði enda ekki búið á Íslandi í þrjá áratugi. Og ég held ekki að við séum svo ósammála, það sem ég sagði var það að mínu mati eigi á Wikipediu að nota þau heiti og ritunarform sem notuð eru í viðkomandi landi (það er að segja ef þar er notað latneskt letur, umskriftir úr kínversku eða hindí er annað mál) nema þar sem hefð sé fyrir íslensku nafni. Og þannig er um þessi heiti sem þú nefnir hér, Ég fæ hins vegar ekki séð að það gildi um Hawaii. Masae 14. febrúar 2010 kl. 00:30 (UTC)
- Heitið Kaupmannahöfn er reyndar ekki íslenskun á heiti borgarinnar heldur upprunalegt heiti innfæddra sem hefur varðveist í íslensku en innfæddir hafa síðan þá breytt nafninu. Heitið Kaupmannahöfn kemur m.a. fyrir í Flateyjarbók. Sjá um það hér. --Cessator 14. febrúar 2010 kl. 06:21 (UTC)
- Það er nú svosum engin reginmunur á íslenska og danska nafninu, en sem sagt í því tilfelli kemur auðvita ekki til greina að nota danska nafnið sem greinarheiti á íslensku Wikipedia. Það er ekki eins gefið með Björgvin - Bergen eða Jórvík - York þar sem hvorutveggja hefur rétt á sér. Öðru gegnir um staðarnöfn þar sem annaðhvort engin hefð fyrir „íslenskri ritun“ (Port-au-Prince svo dæmi sé nefnt) eða þar sem hefð er fyrir því að nota það form sem notað er í viðkomandi landi og á það við t.d. nánast allar borgir og svæði í Bandaríkjunum. Masae 14. febrúar 2010 kl. 08:35 (UTC)
- Þar að auki skil ég ekki hvað umræður um staðarheit valda wikipedímönnum miklu hugarangri. Sem dæmi er greinarstubburinn um Hawaii örstuttur og að mestu um nafnið en spjallsíðan orðin æðilöng og full af skapþunga. Masae 14. febrúar 2010 kl. 08:40 (UTC)
- Ég gat ekki skilið eða misskilið eftirfarandi orð þín öðruvísi, en að þau hefðu fremur neikvæða merkingu og væri beint gegn mér:
Persónulega finnst mér afar hjárænulegt þegar íslenskrir hreintungumenn eru nota meira eða minni sérviskulegar útgáfur af erlendum staðarheitum |
Ég læt mér það þó í léttu rúmi liggja að vera bendlaður við hreintungu, þó það sé ekki köllun mín. Tilgangurinn var einungis að reyna að fá fram vitlegar umræður um hvort e.t.v. orðið Havaí væri orðið það algengt að það verðskuldaði greinarheiti. Ef þér þykir Havaí ,,sérviskulegt" þá bendi ég að veftalning í íslenskum tímaritum sýndi það a.m.k. í sókn á síðustu árum, þó að enska stafsetningin hefði vissulega vinninginn ef litið væri nokkra áratugi aftur í tímann. Thvj 14. febrúar 2010 kl. 19:30 (UTC)
- Ég held að afstað mín í þessu máli sé nokkuð á hreinu og bið afsökunar ef ég hef að ósekju vegið að einhverjum. Og líkur þar þátttöku minni í umræðum um stafsetningu Hawaiieyja að þessu sinni. Masae 15. febrúar 2010 kl. 11:14 (UTC)
Af hverju ertu ad "leiðrétta" breytingu sem ég gerði á greininni "Fóstbræðralag"?
[breyta frumkóða]Af hverju ertu ad "leiðrétta" breytingu sem ég gerði á greininni "Fóstbræðralag"? Bolli drap Kjartan, en ekki öfugt. Þetta kemur skýrt fram í Laxdælu. 85.220.102.20 16. nóvember 2011 kl. 22:47 (UTC)
Halló
[breyta frumkóða]Halló, getur þú hjálpað mér að bæta þetta, takk: Iglesia del Pueblo Guanche.--193.152.175.93 15. desember 2013 kl. 14:17 (UTC)
Global account
[breyta frumkóða]Hi Masae! As a Steward I'm involved in the upcoming unification of all accounts organized by the Wikimedia Foundation (see m:Single User Login finalisation announcement). By looking at your account, I realized that you don't have a global account yet. In order to secure your name, I recommend you to create such account on your own by submitting your password on Special:MergeAccount and unifying your local accounts. If you have any problems with doing that or further questions, please don't hesitate to contact me on my talk page. Cheers, DerHexer (spjall) 16. janúar 2015 kl. 21:44 (UTC)