Pinus torreyana
Pinus torreyana | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Pinus torreyana á norðausturströnd Santa Rosa Island, California
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus torreyana Parry ex Carr. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus torreyana
|
Pinus torreyana er sjaldgæf furutegund sem er einlend í Bandaríkjunum. Þetta er tegund í útrýmingarhættu sem vex aðeins í Torrey Pines State Natural Reserve, strandsvæðum í norður San Diego county, og á Santa Rosa eyju í Kaliforníu.[2][3][4]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pinus torreyana er breiðvaxið tré með opna krónu, og verður 8 til 17 m hátt villt, með 25 til 30 sm langar barrnálar, fimm saman í búnti. Könglarnir eru breiðir og þungir, vanalega 8 til 15 sm langir og breiðir, og eru með stór æt fræ með harðri skel.[3] Fræðiheitið torreyana er til heiðurs John Torrey, bandarískum grasafræðingi, sem ættkvíslin Torreya er einnig nefnd eftir.[5]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]"Villtir" lundir af Pinus torreyana eru á mjóu belti meðfram strönd SuðurKaliforníu í San Diego.[6] Það er einnig stofn af afbrigðinu Pinus torreyana var. insularis í tvemur lundum á Santa Rosa eyju, Kaliforníu.[7][8] Vera tegundarinnar á þurri strönd San Diego og Santa Rosa eyju (úrkoma undir 350 mm á ári) eru líklega leifar af miklu meiri útbreiðslu á ísöld. Strandþoka á vorin og sumrin gefur rétt næga úrkomu til að bæta upp litla vetrarúrkomu.[9]
Búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Í náttúrulegu búsvæði Pinus torreyana, vex hún hægt í þurrum sendnum jarðvegi. Rótarkerfið er umtalsvert. Fræplanta myndar fljótt stólparót sem getur náð 60 sm niður í leit að næringu og raka. Fullvaxið tré getur verið með 75 m langar rætur. Tré sem verða fyrir saltroki eru oft með bonsai líkan vöxt, og verða sjaldan yfir 12 m há.
Verndun
[breyta | breyta frumkóða]Pinus torreyana var áður talin sjaldgæfasta furutegundin, með aðeins um 100 tré á lífi. En Pinus squamata, sem er tegund í útrýmingarhættu í suðvestur Kína, er nú talin sú sjaldgæfasta, með aðeins 20 hálfvaxin tré.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Matur
[breyta | breyta frumkóða]Furuhneturnar voru mikilvæg fæða Kumeyaay og Chumash ættflokkanna.
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Þrátt fyrir að hún er í mikilli útrýmingarhættu í náttúrunni, er henni nokkuð plantað sem skrauttré.[10] Í ræktun, í næringaríkari jarðvegi með meiri úrkomu eða vökvun, sýnir hún hraðan vöxt, með beinan og háan stofn (33[10] til 45m há).[11][12]
Skógrækt
[breyta | breyta frumkóða]Pinus torreyana hefur komið til greina sem skógræktartré í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Kenya.[13]
Myndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Köngull
-
Lundur af villtum trjám, Santa Rosa eyju, Kaliforníu.
-
Strobili on a Torrey pine
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Pinus torreyana var. torreyana“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 11. maí 2006. Listed as Endangered (EN C2b)
- ↑ „Santa Rosa Island“. Channel Islands. National Park Service. Sótt 30. janúar 2018.
- ↑ 3,0 3,1 „Pinus torreyana Parry ex Carrière“. Ucjeps.berkeley.edu. Sótt 9. ágúst 2013.
- ↑ C. Michael Hogan (11. september 2008). „Torrey Pine (Pinus torreyana)“. GlobalTwitcher.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. maí 2012. Sótt 9. ágúst 2013.
- ↑ Lisa (22. september 2010). „Tree Identification: Pinus torreyana - Torrey Pine“. Lh2treeid.blogspot.com. Sótt 9. ágúst 2013.
- ↑ Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 84. ISBN 1-4027-3875-7.
- ↑ „Pinus torreyana Parry ex Carrière subsp. insularis J. R. Haller“. Ucjeps.berkeley.edu. Sótt 9. ágúst 2013.
- ↑ Snið:Gymnosperm Database
- ↑ Williams, A. Park, Christopher J. Still, Douglas T. Fischer, and Steven W. Leavitt. "The influence of summertime fog and overcast clouds on the growth of a coastal Californian pine: a tree-ring study." Oecologia 156, no. 3 (2008): 601-611.
- ↑ 10,0 10,1 Anne Krueger (6. febrúar 2007). „Residents say tree too big, too old for neighborhood“. Union-Tribune Publishing Co. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. janúar 2017. Sótt 31. janúar 2016. „Houses replaced avocado groves on the East County land that surrounds the Torrey pine. The tree, now 60 or 70 years old, towers 108 feet over Queen Avenue.
...
Torrey pines are widely planted as an ornamental species, and can grow in temperate climates around the world.“ - ↑ „TORREY PINE HABITAT“. Shipley Nature Center. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 22, 2015. Sótt 31. maí 2014. „In cultivation, it is capable of growth up to 148 feet“
- ↑ „Torrey Pine, Pinus torreyana“. redOrbit. Conifers Reference Library. Sótt 31. maí 2014. „The Torrey pine is planted as ornamental trees, with better soil and with controlled watering, it lends to being a fast growing tree to heights of 148 feet. This pine is drought tolerant as the tap roots can go as deep as 200 feet to find moisture. The tree is also shade tolerant.“[óvirkur tengill]
- ↑ McMaster, Gregory Scott (1980). Patterns of reproduction in Torrey pine (Pinus torreyana) (Thesis). San Diego, California: San Diego State University.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Torrey Pines State Reserve
- Jepson Manual Treatment – Pinus torreyana
- USDA Plants Profile: Pinus torreyana Geymt 12 nóvember 2012 í Wayback Machine
- Pinus torreyana Photo gallery