Porvoo
Útlit
Porvoo (sænska: Borgå) er borg og sveitarfélag á suðurströnd Finnlands í héraðinu Uusimaa, 50 kílómetrum austur af Helsinki. Áin Porvoonjoki rennur gegnum bæinn. Porvoo er einn af sex miðaldabæjum Finnlands en elstu heimildir um bæinn eru frá 14. öld. Dómkirkjan í Porvoo var reist á 15. öld en hlutar hennar eru frá 13. öld. Hún varð dómkirkja eftir að Rússar lögðu Viborg undir sig 1721 og biskupsstóllinn var fluttur þaðan til Porvoo. Íbúar Porvoo eru um 50.000 (2019).