Fara í innihald

Prómetín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
   
Neódým Prómetín Samarín
  Neptúnín  
Efnatákn Pm
Sætistala 61
Efnaflokkur Lantaníð
Eðlismassi 7260 kg/
Harka
Atómmassi 145 g/mól
Bræðslumark 1315 K
Suðumark 3273 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Prómetín er frumefni með efnatáknið Pm og sætistöluna 61. Allar samsætur þess eru geislavirkar. Það er mjög sjaldgæft. Aðeins um 500-600 grömm eru náttúrulega til staðar í jarðskorpunni á hverjum tíma. Prómetín og teknetín eru einu geislavirku efnin sem koma fyrir í lotukerfinu á undan stöðugum frumefnum. Prómetín er lantaníð með oxunartöluna +3. Það heitir eftir Prómeþeifi sem samkvæmt grískri goðafræði færði mönnunum eldinn.

Prómetín getur orðið til náttúrulega með tvennum hætti; við klofnun evrópíns-151 og ýmissa samsæta úrans. Prómetín-147 er búið til með því að skjóta nifteindum á auðgað úran. Það er notað í ljómandi málningu, atómrafhlöður og þykktarmælingatæki.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.