Fara í innihald

Samfélagshyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samfélagshyggja er stefna í stjórnmálaheimspeki sem varð til á seinni hluta 20. aldar. Samfélagshyggja er tilbrgiði við félagshyggju, andstæð róttækri einstaklingshyggju en leggur áherslu á samfélag og samfélagslega ábyrgð. Samfélagshyggja er ekki nauðsynlega ósamrýmanleg frjálslyndisstefnu.

Upphaf samfélagshyggjunnar má rekja til viðbragða ýmissa heimspekinga við riti bandaríska stjórnmálaheimspekingsins Johns Rawls, Kenning um réttlæti, sem kom út árið 1971. Töldu þeir að í riti Rawls væri of mikil áhersla lögð á einstaklinginn óháð samfélaginu sem hann býr í.

Meðal hugsuða félagshyggjunnar má nefna:

Á Íslandi hafa stjórnmálahreyfingar á vinstri væng stjórnmálanna, sem kjósa að kenna sig ekki við jafnaðarstefnu, stundum kennt sig við samfélagshyggju.