Fara í innihald

Sjónvarpsturninn í Berlín

Hnit: 52°31′15″N 013°24′34″A / 52.52083°N 13.40944°A / 52.52083; 13.40944
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

52°31′15″N 013°24′34″A / 52.52083°N 13.40944°A / 52.52083; 13.40944

Sjónvarpsturninn í Berlín. Í forgrunni er Maríukirkjan.

Sjónvarpsturninn í Berlín er á Alexanderplatz í miðborg Berlínar. Hann er hæsta bygging Þýskalands og gnæfir í 368 metra hæð.

Saga sjónvarpsturnsins

[breyta | breyta frumkóða]

Strax á 6. áratugnum voru uppi áætlanir um að reisa sjónvarpsturn í Austur-Berlín. Í fyrstu var skógarsvæði í suðaustri borgarinnar valinn. En þegar grunninum var lokið, var hætt við verkefnið. Nálægðin við flugvöllinn í Schönefeld var of áhættusöm. Annar staður var valinn í hverfinu Friedrichshain, skammt austur af miðborginni. En hann þótti einnig of óheppilegur. 1964 ákvað Walter Ulbricht, þjóðarleiðtogi Austur-Þýskalands, að reisa ætti sjónvarpsturninn í miðborginni sjálfri og varð þá Alexanderplatz fyrir valinu. Turninn átti að vera ‚kóróna borgarinnar og sigurtákn sósíalismans‘. Kalda stríðið var þá í algleymingi.

Byggingarsaga

[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar byggingar urðu að víkja fyrir turninum. Byggingarsvæðið var mitt á milli Maríukirkjunnar og Rauða ráðhússins. Framkvæmdir hófust í ágúst 1965. Turninn sjálfur er úr steinsteypu, en kúlan efst úr stáli og gleri. Efst var sett útvarpsmastur en það eitt er 118 metra hátt. Framkvæmdum lauk í október 1969 og reis turninn þá 365 metra í loftið (með mastrinu). Kostnaðurinn er áætlaður 200 milljónir austurþýskra marka. Reikningurinn var þó aldrei gerður opinber, þar sem kostnaðurinn hafði allt að sexfaldast miðað við upphaflegu áætlanirnar. Eftir sameiningu landanna var efsti hluti mastursins endurnýjaður og hækkaður um þrjá metra.

Tölfræði

[breyta | breyta frumkóða]
  • Hæð turnsins með mastri: 368,03 m
  • Miðjuhæð kúlunnar: 212 m
  • Hæð útsýnispalla: 203 m
  • Ummál turnsins við jörð: 32 m
  • Ummál kúlunnar: 32 m
  • Þyngd steyputurnsins: 26 þús tonn
  • Þyngd kúlunnar: 4.800 tonn
  • Lyftuhraði: 6 m/s
  • Dýpt grunnsins: 5 m

Turninn í dag

[breyta | breyta frumkóða]
Turnkúlan eins og fótbolti meðan HM í knattspyrnu var í gangi í Þýskalandi

Turnkúlunni er skipt í þrennt. Neðst eru útsýnispallar. Þó er ekki hægt að fara úr kúlunni, en horft er í gegnum stór gler. Fyrir miðju er veitingastaður sem snýst. Upphaflega snerist hann í einn hring á klukkutíma, en eftir endurbætur snýst hann í tvo hringi á klukkutíma. Árlega gerir um ein milljón manns sér ferð upp í turninn. Efst eru svo tæknirými fyrir útvarpsstöðvar. Þær eru ekki aðgengilegar fyrir almenning. Samtals útvarpa 17 stöðvar úr turninum. Meðan á HM í knattspyrnu var í gangi í Þýskalandi 2006 var turnkúlan skreytt þannig að hún leit út eins og fótbolti. Úrslitaleikurinn fór fram í Berlín.

‚Hefnd páfans‘

[breyta | breyta frumkóða]
Ljóskrossinn á kúlunni gerði stjórnvöldum gramt í geði

Þegar sólin skín á turnkúluna, myndar endurvarpið hvítan kross. Mikið var rætt um ljóskrossinn eftir víglsu turnsins og þótt mönnum að þeta væri hefnd páfans fyrir það tjón sem stjórn landsins hafði valdið kirkjustofnunum og kirkjubyggingum eftir stofnun Alþýðulýðveldisins 1949. Kross þessi gerði stjórnvöldum gramt í geði lengi á eftir.

  • Schneider og Cobbers (1998). Berlin. Jaron.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Berliner Fernsehturm“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt desember 2009.