Fara í innihald

Skjaldarmerki Austur-Þýskalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skjaldarmerki Þýska alþýðulýðveldisins var hringlaga, innri rauður flötur og á honum gulur hamar og sirkill og þar í kring vöndur af rúgaxi. Hamarinn táknaði verkamannastéttina, sirkillinn menntamenn og rúgurinn bændurna.

Í fyrsta skjaldarmerkinu voru einungis hamarinn og rúgurinn sem tákn Þýska alþýðulýðveldisins sem „ríki verkamanna og bænda“ (Arbeiter- und Bauernstaat).

Skjaldarmerkið var lögleitt 26. september 1955 og gert að hluta af Austur-þýska fánanum 1. október 1959.