Sophia Loren
Útlit
Sophia Loren (f. Sofia Villani Scicolone; 20. september 1934) er ítölsk leikkona sem hóf feril sinn á 6. áratug 20. aldar í gamanmyndum með leikurum á borð við Vittorio De Sica, Alberto Sordi og Marcello Mastroianni. Upp úr miðjum áratugnum lék hún hlutverk í Hollywood-kvikmyndum sem gerðu hana brátt heimsfræga. Fyrsta enskumælandi kvikmyndin sem hún lék í var Drengurinn á höfrungnum (1957). Hún fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í kvikmynd De Sica Tvær konur (La ciociara – 1960) og tilnefningu fyrir Hjónaband að ítölskum hætti (Matrimonio all'Italiana – 1964) eftir sama leikstjóra, þar sem hún lék á móti Mastroianni.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Sophia Loren.
Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.