St Mirren
St Mirren Football Club | |||
Fullt nafn | St Mirren Football Club | ||
Gælunafn/nöfn | The Buddies The Saints | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Hearts | ||
Stofnað | 1877 | ||
Leikvöllur | St Miren Park Paisley | ||
Stærð | 7.937 | ||
Stjórnarformaður | Gordon Scott | ||
Knattspyrnustjóri | Jim Goodwin | ||
Deild | Skoska úrvalsdeildin | ||
2023-2024 | 5. sæti (Úrvalsdeild) | ||
|
St Mirren Football Club er skoskt knattspyrnufélag með aðsetur í Paisley í Renfrewshire. Íslendingurinn Guðmundur Torfason lék með liðinu um nokkura ára skeið.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Upphaf félagsins má rekja til herraklúbbs í Paisley sem stofnaður var á seinni hluta nítjándu aldar og hafði meðal annars ýmiskonar íþróttaiðkun á dagskrá sinni. Árið 1877 hófu klúbbmeðlimir að æfa knattspyrnu og telst það því stofnár knattspyrnufélagsins. Fyrstu liðstreyjurnar voru skarlatsrauðar og bláar en fljótlega voru svart- og hvítröndóttu treyjurnar teknar upp sem fylgt hafa félaginu nánast óslitið síðan.
St. Mirren tók fyrst þátt í skoska bikarnum árið 1880. Þessi fyrstu ár flutti félagið oft á milli heimavalla.
Árið 1890 var St. Mirren í hópi stofnfélaga skosku deildarkeppninnar og er eitt af fimm upprunalegu liðunum sem enn er starfrækt. Leiktíðina 1907-8 komst félagið í fyrsta sinn í úrslit bikarsins en tapaði fyrir Celtic F.C..
Árið 1922 hélt St. Mirren í keppnisferð til Spánar og tók þátt í móti sem haldið var af FC Barcelona til að fagna vígslu nýs heimavallar félagsins. Mótinu lauk með sigri St. Mirren sem bar sigurorð af Notts County í úrslitum.
Árið 1926 varð St. Mirren bikarmeistari í fyrsta sinn og endurtók afrekið árið 1959. Þriðji og síðasti bikarmeistaratitillinn var svo árið 1987. Í millitíðinni, leikárið 1979-80, endaði St. Mirren í þriðja sæti sem er enn í dag besti árangur félagsins í deildarkeppni.
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Skoski bikarinn (3): 1925–26, 1958–59, 1986–87
- Skoski deildarbikarinn (1): 2012–13