Fara í innihald

Strandreynir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strandreynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Geiri: Sorbus
Tegund:
S. meinichii

Samheiti

Sorbus teodori Liljef. 1953.[1]

Strandreynir (Sorbus meinichii) er reynitegund. Strandreynir hefur komið fram sem blendingur á milli ilmreynis og gráreynis og útlitið er mitt á milli þeirra. Hann skilur sig frá ilmreyni með að endasmáblaðið er stærra og nokkurnveginn tígullaga. Blómin eru nokkuð stærri og litur þeirra er gulhvítur. Berin eru skarlatsrauð og stærri en hjá reyni og kjarnhúsið er með þremur hólfum en ekki fjórum. Hann verður 2-4 m hár

Strandreynir er einlendur í Noregi. Formið sem var fyrst lýst (var. meinichii) er þrílitna og fjölgar sér ókynjað (geldæxlun). Það er útbreitt frá Stord yfir Bømlo og Sveio til Karmøy. Frá syðra Stord til Sveio finnst smærra form. Strandreynir (í víðri merkingu) vex meðfram ströndinni frá Leka í norðri suður til Lindesnes og Ringerike í suðaustri. Tegundin er mjög breytileg og nokkur formin eru hugsanlega sjálfstæðar tegundir. Á Østlandet finnst hugsanlega fimmlitna strandreynir.[2] Tegundir sem líkjast mjög strandreyni og hafa komið fram á sama hátt finnast á Gotalandi í Svíþjóð (Sorbus teodori), og á eynni Arran við Skotland (Sorbus pseudomeinichii).[2]

Seinni hluti fræðiheitsins; meinichii er til heiðurs amtmanns Hans Thomas Meinich. Strandreynir er einkennisblóm sveitarfélagsins Sveio.

Reynsla á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Hefur reynst mjög vel.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Naturhistoriska riksmuseets checklista“. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. janúar 2007. Sótt 10. apríl 2016.
  2. 2,0 2,1 H.H. Grundt og P.H. Salvesen (2011). «Kjenn din Sorbus: rogn og asal i Norge». Rapport 23/2011: Genressurssenteret ved Skog og landskap, s. 12–15. ISSN 1891-7933
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. ágúst 2020. Sótt 11. apríl 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.